15% ársverðbólga í mars og fer hækkandi!
23.3.2012 | 18:26
Skv. þessu er ársverðbólgan um 15% reiknað út frá marsmánuði einum og sér. En hvernig sem þetta er reiknað þá er allavega ljóst að verðbólgan er vaxandi, 3 mánaða verðabólgan er skv. síðustu mælingu 9,8% og hækkandi, ársverðbólgan er 6,3% og hækkandi. Það þarf mikið að breytast til að verðbólgan á árinu 2012 verði undir 10%.
Svona verður nú eignatilfærslum í þjóðfélaginu haldið áfram með verðtryggingartilfærslum þangað til flestir eiga ekki neitt og örfáir eiga allt fémætt í þessu landi. Nema einhverjum detti nú óvænt í hug að spyrna við fótum með því að hætta að uppreikna fjárskuldbindingar með neysluvísitölu og taka frekar upp einn gjaldmiðil í landinu fyrir bæði laun og lán.
Spá 6,6% verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hugsa sér og svo var einn bankinn um daginn, Íslandsbanki held ég eða heitir hann Glitnir núna, man það ekki, að bjóða verðtryggða vexti 4,10% með endurskoðunarákvæði vaxta, rétt eins og gert var fyrir hrun....vona að enginn falli í þá freistni aftur.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.3.2012 kl. 20:59
Takk fyrir kommentið Hjördís.
Það sést vel um allt þjóðfélagið hvernig þetta fjármálakerfi er enn að rústa hér öllu. Það voru biðraðir út á götu á Hótel Borg fyrir nokkrum dögum af fólki sem var að leita að atvinnu í Noregi.
Ferðaþjónustan er á margan hátt sú atvinnugrein sem hefur plummað sig einna best í gegn um hrunið, enda hefur gengisþróun verið hagstæð fyrir ferðamennskuna og orðið til þess að Ísland er orðið mesta ferðamannaland í Evrópu, hvort sem miðað er við gesti sem hlutfall af íbúafjölda, eða tekjur af ferðamönnum í dollurum pr. íbúa. Það hefur líka tekist að lengja ferðamannatímann verulega, þannig að nú er allgóður straumur ferðamanna í maí og september-okt, auk þess sem stakir viðburðir á öðrum tímum trekkja að. Samt, þrátt fyrir þetta, er ferðaþjónustan meira og minna á hausnum vegna verðtryggingar og vaxtaokurs. Fjöldi gististaða er til sölu þar sem eigendur reyna að sæta lagi til að losa við reksturinn út á væntingar um betri tíð framundan. Og fjöldi aðila er á hausnum. Ég er ágætlega tengdur inn í ferðaþjónustuna og þekki nokkra aðila sem "eiga" stóra gististaði. Þeir segja reyndar allir að þeir eigi ekkert í þessum stöðum lengur, nú er þetta allt í höndum bankanna, bankarnir taka það mikið í fjármagnskostnað, auk þess að hafa nýlega tvöfaldað alla höfuðstóla lána, að allt eigið framlag er löngu horfið og skuldirnar komnar langt upp fyrir það sem þessir staðir geta borið. Síðasta staðfestingin á þessu eru fréttir dagsins um að 5 hótel í Reykjavík séu í nauðasamningum þar sem boðin eru 20% upp í skuldir.
Því miður hefur ekkert breyst á Íslandi við hrunið og ráðamenn afþakka alveg að læra nokkuð af því. Þannig að bankamafían heldur ótrauð áfram að rústa landinu.
Jón Pétur Líndal, 24.3.2012 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.