Ísland stærsti kínarúlluvagn í heimi.

Ég held að það sé stórlega orðum aukið að líkja kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum við söguþráð í James Bond mynd. Kannski stendur bara til að byggja á Íslandi stærsta skyndibitastað í heimi fyrir alla Kínverjana sem ætla að spila golf upp á öræfum á veturna eftir að þeir hafa ferðast þangað með skíðalyftu frá Egilsstöðum og rennt sér á skautum á Mývatni og flogið með þyrlu upp á Herðubreið til að stökkva af henni í kínverskum flugdrekum og svífa niður í Öskju þar sem hægt væri að gista í upphituðum snjóhúsum áður en haldið er í Ásbyrgi til að skoða Ísbirni. Kannski verður líka mörgæsagarður á Kínajökli sem verður byggður rétt ofan við Dettifoss með snjóframleiðsluvélum. Svo er hægt að bora michelin veitingastað inn í Dettifoss með frábæru útsýni gegn um fossvatnið og dinnertónlist frá fossinum sjálfum.

Nei, ég segi bara svona, það eru ýmsir möguleikar í ferðaþjónustu fyrir stórhuga menn.


mbl.is Dr. No á eldfjallaeyjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband