Hefur eignarhald á Íslandi verið tekið af Íslendingum bótalaust til að færa það útlendingum?

Það er augljóst að MBL hefur eitthvað misskilið heimildarmenn sína og klúðrar útreikningum í þessari frétt um verð Grímsstaða. Það er alrangt að algeng stærð á bújörðum á Íslandi sé 4-5 þúsund hektarar. Meðalstærð íslenskra bújarða er 1.103 hektarar (sjá nánar hér) og algjör undantekning að jarðir séu 4 þúsund hektarar eða stærri.

Stærstu jarðir Íslands eru eins og Grímsstaðir, jarðir sem liggja að hálendi landsins. Þessar jarðir hafa þó verið skertar verulega að stærð á undanförnum árum og land þeirra verið þjóðnýtt að verulegu leyti  með störfum Óbyggðanefndar sem hefur unnið að því á undanförnum árum að færa land úr einkaeigu yfir í ríkiseigu. Hins vegar er það algengt og rétt sem fram kemur í fréttinni að stórar og góðar jarðir séu seldar á 100-300 milljónir. Í stuttu máli þá virðist skeika ca. hálfu til einu núllí í útreikningum MBL á jarðastærðum og þar með verði. Þú núll sé ekki stór tala ein og sér þá skiptir hún talsverðu máli í útreikningum, sérstaklega þegar um er að ræða eitt núll af mörgum sem notuð eru í sömu tölunni. Þeir útreikningar sem MBL slengir fram um algeng verð á landi á Íslandi eru algjörlega ómarktækir og staðlausir stafir.

Annað mál er svo að ríkið hlýtur sem eignaraðili að jörðinni Grímsstöðum að ganga inn í kaup Huangs Nubo, enda er það í samræmi við stefnu undanfarinna ára um að þjóðnýta Ísland og minnka prívat eignarhald á landinu. Varla er þjóðnýting landsins á undanförnum árum framkvæmd í þeim tilgangi einum að færa útlendingum landið.


mbl.is Verð Grímsstaða sagt í samræmi við jarðaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband