AGS ræður enn öllu hér og Steingrímur er útskrifaður smalahundur með 1. verðlaun.

AGS réði hér öllu frá því þessi ríkisstjórn tók við völdum, rétt eins og ég hef ótal sinnum haldið fram hér á blogginu og varaði við fyrir síðustu kosningar. Og svona hefur þetta verið allan tímann þrátt fyrir að Steingrímur hafi marglogið hinu gagnstæða að þjóðinni. Nema það sé Ögmundur sem er að ljúga því sem haft er eftir honum í fréttinni.

Þetta er svo sem ekki stór uppgötvun. Allir Íslendingar sem hafa augu og eyru og kunna að nota þau hafa löngu áttað sig á þessum staðreyndum. Samt er ágætt að þetta er nú staðfest og sannað með pistli Ögmundar.

Það þarf svo að hafa í huga að þrátt fyrir að hinn augljósi sannleikur hafi nú verið staðfestur og lygalaupurinn afhjúpaður af félaga Ögmundi þá er þetta ekki THE END á þessari lygasápuþvælu stjórnarinnar. Enn ræður AGS. Það eina sem hefur breyst að undanförnu er það að Steingrímur og stjórn hans eru orðin svo leiðitöm AGS að sú stofnun hefur ákveðið að sleppa af þeim beislinu og útskrifa þessa stjórn sem fulltamda smalahunda sem ekki þarf lengur að berja til hlýðni eða garga á til að þeir gegni húsbóndanum. Hvergi hefur AGS náð jafn skjótum árangri með smalahundaskóla sinn á undanförnum árum. Hvergi hefur gengið jafn vel að þjálfa stjórnvöld til hlýðni við sjóðinn eftir féflettakreppuna 2008. Steingrímur og Jóhanna hafa því fengið smalahundaviðurkenningu AGS og skjal sem staðfestir skjóta hundsþjálfun þeirra og þægð í garð féflettiaflanna.

Nú er þessum smalahundum treyst til að halda áfram að smala íslenskri þjóð í réttarsali til að rýja hana inn að skinni án þess að svipur smalanna berji hundana áfram. Ekki hef ég allavega séð nein merki þess að Yfirsmalahundurinn Steingrímur ætli að hvika frá stefnu AGS gagnvart heimilum landsins þótt hann segi heimilismönnum öllum að AGS segi að allt hafi gengið vel og skv. áætlunum. Enn verður níðst á almenningi sem alla daga hingað til frá hruninu 2008.

Til hamingju með þetta Steingrímur og Jóhanna.


mbl.is Sjóðurinn vildi ekki aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Þessi skötuhjú eru viðbjóðslegir lygamerðir.

Árni Karl Ellertsson, 30.8.2011 kl. 23:19

3 identicon

Leiksýning Helferðarstjórnar fyrir fólk með skammtímamynni.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband