Jón Gnarr stýrir borginn af myndarskap til glötunar.

Jón Gnarr er nú orðinn býsna góður í að afsaka sig og verja það sem hann er að gera. Alveg sama hve illa það kemur við borgarbúa. Þannig að vissulega má segja að hann standi sig vel sem borgarstjóri. Hann er enginn eftirbátur forvera sinna hvað þetta varðar.

Hann er líka mjög upptekinn af að skera niður, hann er sem sagt búinn að átta sig á að borgarbúar eru til fyrir borgarsjóð, ekki öfugt. Þessi niðurskurður út um allt sem beinist nú að öllum nema skilanefndum bankanna, yfirmönnum bankanna og ráðamönnum þjóðarinnar er að drepa þjóðfélagið. Ísland er enn í hraðri niðursveiflu, lamandi víxlverkun niðurskurðar og verðtryggingar á nánast öllum sviðum.

Jón er of upptekinn af sjálfum sér til að sjá þetta og skilja. Rétt eins og aðrir ráðamenn þjóðarinnar. Hann er svo sem hvorki Bestur né verstur ef út í það er farið. Bara svona meðalJón eins og ég og flestir hinir Jónarnir. Hann tekur bara þátt í þessum niðurskurðarspíral, gerir eins og honum er sagt í því efni. Hann er enginn hugsjónapólitíkus sem kemur með nýjar lausnir heldur hjakkar bara í sama farinu og allir aðrir.

Það er alveg ljóst að Ísland er enn á vitlausri leið, leið til glötunar. Það er svo sem ekki Jóni Gnarr að kenna þó hann stýri borginni þennan veg af myndarbrag um þessar mundir. Öll sú þjónkun og dekur við lánardrottna þessa lands sem allt snýst um getur einungis leitt til glötunar. Það að skera niður allt alls staðar nema stærð og umsvif bankanna og verðtrygginguna og okurvextina í kreppunni mun að lokum setja Reykjavíkurborg á hausinn rétt eins og Orkuveituna. Ég skil ekkert í borgarstjóranum að leggja ekki fram spá um líftíma borgarsjóðs við núverandi og fyrirsjáanlegar aðstæður í efnahagsmálum. Það er ljóst að ef Orkuveitan er komin á hausinn eins og borgarstjóri heldur fram, þá er stutt í að borgarsjóður fari sömu leið, alveg sama hvað mikið verður þrengt að krökkunum í skólunum. Myndarlegur borgarstjóri mundi kannski frekar ræða á opinberum vettvengi um nauðsynlegar breytingar á fjármálakerfinu og aðgerðir í atvinnumálum í borginni sem leiðir út úr kreppunni, frekar en að beita sér fyrir að rífa snuð af leikskólabörnum í því skyni.

Vakna svo Jón, leiktu nú röggsaman leiðtoga. Fólk vantar leiðtoga hér, það er nóg af meðalJónum.


mbl.is Pólitísk skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband