Vel útskýrð afstaða - Segjum nei!!
18.3.2011 | 14:13
Ég þakka fyrir þessa góðu grein um af hverju rétt er að hafna Icesave samningnum. Reimar útskýrir vel þarna hvað ferli málsins verður, fari Hollendingar og Bretar á annað borð í það að láta höfða mál verði Icesave samningurinn felldur.
Og eins og hann bendir réttilega á og útskýrir vel þá er áhættuminna að fella samninginn en að samþykkja hann.
En burt séð frá þessu öllu þá er það prinsippmál og réttlætismál að samþykkja ekki að borga þessa kröfu sem er vegna afglapaháttar og glæpamennsku í einkareknu fjármálafyrirtæki. Það er nú þegar búið að hlaða á ríkið og skattgreiðendur allt of mörgum slíkum kröfum.
Ekki má heldur gleyma því að líklegasta niðurstaðan af því að fella Icesave er sú að það gerist ekkert meira í málinu. Rök fyrir málshöfðun eru veik og við það bætist að þrotabú Landsbankans er nú talið líklegt, ef ekki næstum öruggt með að geta greitt þessa kröfu að fullu. Þar með er ómögulegt að sjá rökin fyrir því að samþykkja sérstakan samning um greiðslu ríkisins á henni eða að óttast þurfi málshöfðanir vegna þessa.
Það er því ekkert annað sem þarf að gera en að fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram undan er úr því ríkisstjórnin er svo vitlaus að vera ennþá að eyða tíma og fé í þessa vitleysu.
Dómsmál minni efnahagsleg áhætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.