Allt bullið óbreytt - þess vegna styttist í annað hrun á Íslandi.
16.3.2011 | 20:30
Það er ömurlegur veruleiki að Íslendingar skuli vera að rífast um hvort þeir eigi að borga Icesave eða ekki. Að hér skuli vera til svo vitlaust fólk að halda að það sé hægt að borga Icesave er mikið vandamál.
Ég frétti það lengst neðan úr suður Evrópu í vikunni að menn telji að ekkert hafi breyst á Íslandi við hrunið. Fréttinni fylgdi að engir fjármálamenn eða fjárfestar sem fylgjast vel með þori nú að eiga í viðskiptum við Ísland vegna þess að þeir sjái ekkert framundan nema annað hrun hjá Íslendingum. Í landi þar sem menn þykjast eiga nóga peninga til að endurreisa glæpafyrirtæki og borga reikninga sem þeir ráða ekki við. Í landi þar sem ekkert er reynt að laga siðferðið í rekstri hins opinbera og stærstu fyrirtækja landsins, hvað þá að einhverjum refsingum sé beitt á þá sem settu landið á hausinn í fyrstu umferð. Í svona landi finnst mönnum ekki óhætt að eiga viðskipti.
Íslensk stjórnvöld og aðrir sem þykjast hafa eitthvað merkilegt til málanna að leggja ættu nú að skammast til að leggja spilin á borðið. Viðurkenna að bankabullið og Icesavebullið og allt samkeppnislagabullið og spillingarbullið og sjálftökubullið og útrásarbullið og einkavæðingarbullið og Bestaflokksbullið og vinstrabullið og AGSbullið og græðgisbullið og stjórnlagabullið og lögleysubull alþingis í kring um það og linkubullið við glæpagengin og annað helsta bull landsins þarf alveg að stöðva. Það þarf að stokka spilin alveg upp á nýtt, annars komumst við ekkert áfram, hvorki núna né seinna.
Fundur um Icesave á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.