Viljum við tryggja Icesave eftirá?

Það er bara fínt að Breska fjársvikalögreglan telur Edge reikninga Kaupþings í London hafa verið nógu mikið svindl til að handtaka stóra glæpaklíku í dag og yfirheyra fram á kvöld.

Þetta kemur sér vel núna þegar Íslendingar eru alveg að fara að kaupa það skv. könnun frá nýlega endurreistu Capacent að best sé að borga Icesave.

Málið er að Icesave og Edge var sett upp með hliðstæðum hætti. Hvort tveggja var svikamylla því lofað var ávöxtun sem ekki var hægt að standa við og að innlánin væru tryggð. Það er núna fyrst verið að reyna að tryggja Icesave innlánin eftirá með því að fá þjóðina til að borga þau. Það vita það allir skynsamir Íslendingar að þú tryggir ekki eftir á. Icesave var þó verra en Edge að því leytinu að um mun hærri fjárhæðir og erfiðari endurgreiðslur er þar að ræða.

Rannsóknin á Kaupþingi og Edge ætti því að duga til að sýna fólki fram á að Icesave dæmið er svindl og glæpamál. Það eru engin pólitísk eða lagaleg rök fyrir því að heil þjóð borgi fyrir svindl Landsbankans í útlöndum eftir að hann komst í einkaeigu Björgólfs Thors og félaga hans.

Þegar menn fara að átta sig betur á þessu þá dofnar viljinn til að borga Icesave.


mbl.is 63% styðja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fyrst að svona mikill meirihluti Íslendinga er svona ákafur að fá að borga skuldir fjársvikamanna og skera þá úr snörunni, ættum við ekki bara að bjóða Bandaríkjastjórn að bæta fórnarlömbum Bernards Madoffs skaðann af svikamyllum hans líka?

Eða svo við lítum okkur nær, að auglýsa í öllum fjölmiðlum eftir þeim sem hafa tapað hundruðum þúsunda í keðjubréfakaupum, sem áttu að gera alla ríka og bjóða þeim væna summu af framtíðarskatttekjum ríkissjóðs? Alltaf nógir peningar til þar, fullt af skattgreiðendum að fæðast á hverjum degi.

Var það ekki öllum almenningi að kenna líka, eins og Icesave? Við kusum örugglega vitlausa flokka, ef Vinstri grænir og Samfylking hefðu verið við völd í stað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefðu allir menn orðið góðir og ekki reynt að svíkja fé hver út úr öðrum.

Theódór Norðkvist, 10.3.2011 kl. 00:46

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll og takk fyrir athugasemdina.

Það er alveg óþolandi að yfirvöld skuli vera að reyna að plata fólk til að borga Icesavesvindlið fyrir þessa náunga í Landsbankanum, Björgólf og félaga.

Og það á að bæta samningi ofan á svindlið sem er verið að nota á þjóðina núna um að heimturnar á kröfum Landsbankans séu svo góðar að það verði lítið sem ekkert sem ríkið þurfi að borga út af Icesave verði samningurinn samþykktur!

Hverjir eru að borga þessar góður heimtur á gömlu skuldunum?? Líklega íslenskir skuldarar býst ég við. Þannig er verið að svindla og stela af fólki upp í Icesave daglega sem sagt. Og samt vilja menn að Icesave sé samþykkt.

Til hvers þarf að samþykkja samninginn ef heimturnar eru að verða svo góðar að það þarf líklega ekkert að borga?? Þetta er óskiljanleg röksemdafærsla. Af hverju VERÐUR þjóðin að samþykkja samning um að borga eitthvað sem menn segja að þurfi svo ekki að borga af því að eignir þrotabúsins séu svo góðar??? Þetta er allt saman óskiljanlegt. Eftir stendur bara endalaus skítalykt af málinu. Og glæpamennirnir sem ganga lausir alla daga. Ég er að vona að SFO sé komin með Björgólf og Jón Ásgeir og fleiri viðlíka kóna innan og utan Landsbankans í sigtið.

Jón Pétur Líndal, 10.3.2011 kl. 01:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mega yfiröld eyða fyrst og skattleggja eftirá?

Svarið er nei, stjórnvöld mega skattleggja og nota tekjurnar svo jafnóðum eða eftirá til þeirra verkefna sem skilreind eru á fjárlögum.

Innlánasöfnun á Bretlandseyjum og í Niðurlöndum hefur aldrei verið á fjárlögum og stjórnarskráin bannar afturvirka skattheimtu. Löggjafanum er ekki heimilt að setja lög ef það brýtur önnur lög, og gildir þá einu hvort löggjafinn er meirihluti þjóðarinnar eða fulltrúa hennar á Alþingi.

Ergo = IceSave-III samningurinn getur aldrei orðið löglegur!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.3.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband