Samhjálparkerfi bankaglæpamanna og stórsvindlara (Icesave).
20.2.2011 | 17:23
Ég nenni nú ekki orðið að blogga mikið hér á blog.is. Síðan virðist vera alveg að drepast eins og flest hjá Mogganum um þessar mundir.
En stenst samt ekki mátið að setja hér inn nokkrar línur um ákvörðun Ólafs Ragnars um að vísa lögum um samhjálparkerfi bankaglæpamanna og stórsvindlara (Icesave)í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er furðulegt fólk sem finnst það skrítið að forseti Íslands vilji bera það undir landsmenn hvort þeir vilji ríkisvæða skuldir misheppnaðra fjárglæfrafyrirtækja. Það er einmitt það sem Icesave gengur út á. Icesave kemur íslensku þjóðinni ekkert við, þetta er ekki skuldbinding Íslendinga. Þess vegna er það lágmarks kurteisi stjórnmálamanna við almenning að spyrja um leyfi eigi að skattleggja almenninginn til að greiða fyrir þessa glæpastarfsemi. En flestir stjórnmálamenn kunna enga mannasiði, þeir haga sér flestir verr en hundar og svín. Ólafur kann þó þessa siði. Því hefur hann ákveðið að spyrja væntanleg fórnarlömb hvort þau vilji vera fórnarlömb og greiða fyrir þetta bankasvindl með skattaskjaldborg og samhjálparkerfi fyrir bankamenn svo þeir geti haldið áfram í friði að ljúga, svíkja og stela af almenningi.
Mér finnst að Ólafur hefði átt að reka ríkisstjórnina frá völdum, hann er hvort eð er að segja þeim að þau séu ekki starfinu vaxin. Það hefur engan tilgang að hafa í landinu ríkisstjórn sem svínar stöðugt á almenningi og eyðir allri sinni orku og púðri í að verja glæpamenn og svindlara vegna gamalla hagsmunatengsla. Ég er því ekkert sérstaklega upprifinn yfir þessari ákvörðun Ólafs, tel að hann hefði átt að ganga miklu lengra. Hefði hann rekið ríkisstjórnina, sem er hvort eð er gagnslaus, þá hefði verið hægt að kjósa nýja ríkisstjórn og nýtt stjórnlagaþing og um Icesave í einum og sömu kosningunum. Þannig hefði almenningur fengið tækifæri til að taka á þremur klúðursmálum á einu bretti. Það er hagkvæmara en að vera að lufsast með eitt og eitt mál í einu.
Varðandi Icesave aftur, þá er svo að þessi síðasti samningur var bölvað svindl gegn almenningi. Í hann vantaði allt sem máli skipti, eins og að semja um sameiginlega rannsókn Íslands, Bretlands og Hollands á svikamyllunni og samstarf þessara landa um að koma glæpamönnunum bak við lás og slá. Það hefur verið fjallað um að ákvæði um að hafa hendur í hári glæpamannanna var tekið út úr lögunum sem Ólafur hefur nú hafnað að skrifa undir.
Ég hef undir höndum tölvupósta sem sanna það enn frekar að samninganefnd Íslands í Icesave málinu má ekki hrófla við glæpamönnunum sem settu Ísland á hausinn!!
Ríkisstjórn Íslands takmarkar það að reynt sé að grípa til aðgerða gegn verstu glæpaforingjum Íslands!! Þetta er til á pappír, ég skal senda þetta þeim sem vilja birta gögnin og fjalla frekar um þau.
Það er ljóst að í ríkisstjórn Íslands er fólk sem hefur aðra hagsmuni en almannahagsmuni að leiðarljósi í störfum sínum. Það þarf að koma þessu liði frá. Í mörgum löndum væri það nú þegar búið og gert. En á Íslandi gerir enginn neitt. Spillingin blómstar því áfram á kostnað almennings sem heldur áfram að halda þessu kerfi gangandi með því að kjósa sama liðið aftur og aftur. Og hlusta á sömu spekingana aftur og aftur segja sér hvað megi og hvað megi ekki kjósa í þessu landi.
Breytt stjórnskipan Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr Jón!
Við vitum afhverju Bjarni studdi þennan samning! Hann fékk sitt í gegn og 8. greinin var tekin út.
Victorious Iceland (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:39
Já, það var líklega málið. Bófunum var bjargað og þá var í lagi að samþykkja þetta. Enda eru allir þessir hundar farnir að sýna okkur tennurnar aftur, halda að þeir séu sloppnir og okra, ljúga, svíkja og stela sem aldrei fyrr.
Jón Pétur Líndal, 20.2.2011 kl. 17:43
Góð færsla Jón !
Árni Þór Björnsson, 3.3.2011 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.