Allt í plati hjá ríkisstjórninni eina ferðina enn, hlýtur að styttast í smá byltingu hér.

Ég ætla nú bara að vera jákvæður yfir því að Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosninguna. Það er að renna upp fyrir mér að þetta mál er bara enn eitt aprílgabbið hjá ríkisstjórninni. Hún er búin að vera dugleg að plata fólk þessi ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. Það gerði hún strax eftir kosningar þegar það var svikið að taka hart á bankaránunum hér. Hún plataði fólk nokkrum sinnum með Icesave lygum og samningum. Hún plataði fólk með skjaldborginni svokölluðu. Hún plataði fólk með svokölluðum aðgerðum til bjargar heimilunum. Hún plataði fólk með tali um að breyta kvótakerfinu. Hún plataði fólk með því að tala um að koma fram með raunhæf tekjuviðmið fyrir síðustu áramót. Hún er að plata fólk með engri aðkomu að kjarasamningum. Hún plataði fólk með tali um lýðræðisumbætur og stjórnlagaþing sem nú er orðið ónýtt. Hún er stöðugt að plata fólk með því að þykjast vera velferðarstjórn. Hún platar fólk með því að hysja upp um glæpastarfsemi bankanna og passa að það sé ekki hróflað við neinu í rekstri þeirra. Steingrímur kemur reglulega fram í fjölmiðlum og platar fólk með því að allt sé að lagast og á réttri leið þó enginn finni það nema hann sjálfur.

Svona má endalaust telja. Þessi stjórn verður eflaust kölluð platstjórnin einhvern tíma síðar. Enda er plat það eina sem hún er góð í.

Íslendinga vegna vona ég að einhverjir góðir menn taki sér Túnis til fyrirmyndar og reki okkar gjörspillta og gagnslausa stjórnmálapakk úr landi sem fyrst og losi sig í leiðinni við bankamafíuna sem er að drepa landið ásamt spillingarliðinu í pólitíkinni.

Margrét Tryggvadóttir talaði um í dag að það stæði yfir orrusta um Ísland. Það er örugglega nærri lagi hjá henni. En það er ótrúlegt að þetta skuli vera að gerast. Það þarf enga orrustu um Ísland, Íslendingar geta lifað góðu lífi af gæðum þessa lands. En til þess þarf að losna við þetta pakk sem stal af landsmönnum öllu fémætu í skjóli spilltra stjórnmála. Sama pakkið er nú að reyna að stela öllu öðru sem gera má verðmæti úr. Ísland ræður ekki við allar afæturnar sem öllu vilja stela og öllu ráða hér. Þær þarf að reka úr landi. Þá er blómleg tíð í vændum fyrir venjulegt vinnusamt fólk ef það er hreinsað til í spillingunni og afætunum.


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

LÆK

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.1.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband