Ströng viðurlög við að koma upp um glæpastarfsemi, en glæpamenn vel varðir.

Það er sameiginlegt í Sviss og á Íslandi að í báðum löndum er það litið alvarlegum augum að menn reyni að koma upp um glæpastarfsemi. Það að tala um glæpamenn og leggja fram sannanir fyrir máli sínu er refsivert athæfi. Í báðum löndum hafa menn verið dregnir fyrir dóm og dæmdir til refsingar fyrir slíka hluti. Síðasta dæmið er þessi Svisslendingur sem er að afhjúpa glæpastarfsemi banka þar í landi.

En að sama skapi er lítið gert í að taka á stórfelldri glæpastarfsemi þegar hún kemst upp. Ég verð þó að viðurkenna að sérstakur saksóknari er að sýnir nú smá lit í þeim efnum. Vonandi er það rétt að byrja sem hann er að gera, því þrátt fyrir smá hreyfingu á embættinu ganga allir glæponarnir lausir. Á Íslandi eru þeir ekki einu sinni settir í varðhald á meðan kannað er hvort þeir hafi brotið lög eins og gert er með þá sem reyna að afhjúpa glæpastarfsemi í Sviss.

Í ljósi þessa glæpavinsamlega þjóðfélags á Íslandi undir glæpavinastjórn Steingríms og Jóhönnu er það spennandi að bíða núna eftir því hvort hæstiréttur staðfestir nýja dóma héraðsdóms þar sem viðurkennt var að það sé glæpur að hafa af fólki fé með svikamyllu eins og átti sér stað með stofnfjáraukningu sparisjóðanna. Í dómunum var það niðurstaðan að þeim sem prettaðir voru beri ekki skylda til að greiða lán sem tekin voru á fölskum forsendum að tilstuðlan svikahrappanna. Þetta er stórt skref í afglæpavæðingu samfélagsins. En skrefið er þó ekki að fullu stigið nema Hæstiréttur staðfesti það.

Nú er bara að bíða og sjá hvort Hæstiréttur gerir skyldu sína og dæmir fjársvik ólögleg eins og héraðsdómur gerði, eða hvort Hæstiréttur snýr við dómi héraðsdóms, glæpastarfseminni í vil. Ég vona sannarlega að Hæstiréttur standi sig og staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Þá er ljóst að á Íslandi er eftir allt saman sem á undan er gengið, til einhvers konar réttarríki. Ef Hæstiréttur snýr dómnum á hinn veginn þá er Ísland óréttarríki þar sem skipulögð glæpastarfsemi er föst í sessi.


mbl.is Uppljóstrari í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband