Skemmtilega útfærð fjársvik Jóns Ásgeirs og félaga.

Sparisjóðakerfið var tekið mjög skemmtilega fyrir af einni öflugustu glæpamafíu Íslands þegar Jón Ásgeir og félagar fundu út hvernig þeir gætu nýtt sér félagsformið á bak við sparisjóðina til að svíkja út fé.

Með því að komast í lykilstöður í BYR og víðar í gegn um sameiningaráform sparisjóðanna fékk glæpamafían völd til að búa til peninga og stinga í eigin vasa með því að heimta stofnfjáraukningu í sparisjóðunum. Það var gert undir því yfirskini að styrkja þá sem lánastofnanir en raunverulegur tilgangur var að búa til peninga sem glæpamennirnir stungu síðan í eigin vasa með ýmsum kennitölum.

Stofnfjáreigendum var boðið að margfalda stofnféð, hundraðfalda það svona cirka. Aukninguna urðu stofnfjáreigendur að leggja fram í peningum sem glæpamafían sá um að lána þeim, ýmist frá sparisjóðunum sjálfum eða öðrum lánastofnunum, t.d. Glitni, sem þeir höfðu yfir að ráða í svikamyllunni. Á móti lánunum urðu stofnfjáreigendur að leggja fram tryggingar, ýmist veð eða undirskriftir sínar væri um stöndugt fólk að ræða. Til að pressa á fólk var því hótað með því að tæki það ekki þátt í stofnfjáraukningunni myndi eldri hlutur í sparisjóðnum verða lítils virði. Fólki var sýnt frá á að stofnfé sem það átti fyrir myndi einfaldlega tapast, en ef það hundraðfaldaði hlutinn myndi ágóðinn greiða aukningum jafn hratt og gjalddagar féllu á lánin vegna hennar. Svo var þetta allt saman matreitt á þann veg að stofnfjáraukningin færi í öruggar fjárfestingar til að styrkja rekstur viðkomandi sparisjóða. Það reyndist vera haugalygi eins og oft vill verða þegar menn eru að selja svik og pretti. Peningarnir sem fólk var þannig búið að viðurkenna að skulda vegna stofnfjáraukningar í nokkrum pínulitlum sparisjóðum, alls nokkrir milljarðar voru svo greiddir Jóni Ásgeiri og félögum sem eflaust gátu látið þessa aura duga sem vasapeninga í nokkra daga þangað til þeir snéru sér að næstu svikamyllu. Svona voru beinlínis búnir til peningar til að svíkja af fólki. Einfaldari og skýrari fjársvik er varla hægt að finna, þetta er borðleggjandi skólabókardæmi um hvernig stórfelld fjársvik eru framkvæmd.

Niðurstaðan af þessum fjársvikum er að ekkert sem talað var um gekk upp, frekar en búast má við þegar skipt er við svindlmafíu, annað en það að gjalddagarnir dúkkuðu upp vegna lánanna sem fólk tók.
Á hinn bóginn gekk fullkomlega upp fyrirætlun Jóns Ásgeirs og félaga, þeir sviku út marga milljarða af alls konar fólki, ungu sem gömlu og eru bara með gorgeir og Sigurð súperlögfræðing Jóns Ásgeirs til reyna að koma inn sektarkennd hjá fórnarlömbunum fyrir að hafa látið plata sig. Þessi Sigurður er víst einn vitlausasti maður Íslandssögunnar því hann talar eins og hann trúi því að Jón Ásgeir og fleiri íslenskir mafíósar séu blásaklausir og hafi aldrei svikið neinn um neitt þó aðalskjólstæðingurinn Jón Ásgeir sé dæmdur glæpamaður.

Vissulega lét fólk plata sig, allur þessi hópur hefði eftir á að hyggja átt að vita betur og stoppa þetta. En var það hægt? Eftir að Jón Ásgeir kom sínum útsendurum að stjórn BYRs var ekkert annað í stöðunni fyrir stofnfjáreigendur en að spila með, að öðrum kosti hefðu verið búnir til nýjir stofnfjáreigendur og allt haft af þeim gömlu sem þeir áttu fyrir. Og ekki var mönnum gefið færi á að finna neitt gruggugt fyrr en það var um seinan. Allt var vandlega undirbúið og látið líta vel út. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn blikkuðu engum ljósum. Það eina sem hægt er að gera fyrir fórnarlömbin er það sem nú er gert. Að taka til varna þegar ljóst er að um stórfelld og skipulögð fjársvik var að ræða. Ég vona að þegar málin fara að fara fyrir dómara verði sú reisn yfir íslensku dómskerfi að menn fái ekki að afplána marga dóma samtímis, heldur verði menn látnir afplána dóma sína hvern á eftir öðrum. Það er eina leiðin til að ná lágmarksréttlæti fram vegna þessara glæpamanna sem nú er loksins farið að stugga eitthvað smávegis við.


mbl.is Gríðarlegir hagsmunir undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband