Hu Jintao og Kína ráða mestu um þróun peningamála heimsins.

Bandaríkin eru komin í vörn í efnahags- og gjaldeyrismálum gagnvart Kína, sama er um Evrópu. Bandaríkjadollar er gengisfelldur með seðlaprentun til að keppa við miðstýrðan gjaldmiðil Kína, júanið. Það sýnir vel styrk og völd Kína að Bandaríkjamenn skuli í raun vera farnir að handstýra gengi dollarans að fordæmi Kínverja til þess að verja veika samkeppnisstöðu, í stað þess að láta markaðslögmálin ráða verðgildi hans.

Svipað er framundan í Evrópu. Nú hafa ráðamenn í ESB áhyggjur af því að kaup Kínverja á ríkisskuldabréfum skuldsettra Evrópuríkja muni styrkja gengi Evrunnar og auka samkeppnishæfni Kínverja í Evrópu. Þannig sé sáralítil áhætta fólgin í því fyrir Kínverja að kaupa evrópsk ríkisskuldabréf. Því um leið og þeir kaupa skuldabréfin og styrkja gengi Evrunnar fá þeir betri aðgang að Evrópskum mörkuðum fyrir framleiðslu sína. Og síðar meir, þegar kemur að skuldadögum og Evruríkin þurfa að hækka skatta og skerða kaupmátt þegnanna til að greiða skuldirnar batnar samkeppnisstaða Kína enn og aftur. Þá brýtur hagstætt verð á Kínverskum vörum niður hugarfarið sem fær fólk til að kaupa innlenda framleiðslu þó dýrari sé en innflutt.

Þannig er útlitið bjart fyrir Kínverja í efnahagsmálun. Þeir munu enn efla útflutning sinn og styrkja stöðu sína á fjármálamörkuðum heimsins. Þar eru þeir þó nú þegar orðnir valdamestir. Eflaust er takmarkið að þeir verði ekki bara valdamestir á fjármálamörkuðum heldur líka ríkastir. Eins og er stefna þeir hraðbyri að þessu marki.


mbl.is Langt í að júanið verði alþjóðlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Áhugaverð greining og hugsanlega alveg rétt.

Kínverjar eru samt í auknum mæli að lenda í pólitískum vandræðum með gengisfellingarstefnu sína. Kínverskir launþegar eru að missa þolinmæðina fyrir dýrtíðinni og krefjast þess sífellt kröftugar að kínverska gjaldmiðlinum sé leyft að styrkjast eins og hann á inni.

Geir Ágústsson, 16.1.2011 kl. 22:08

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Geir og takk fyrir athugasemdina. Það er vissulega umhugsunarefni hve lengi Kínverjar halda út hagvexti sínum. Hagkerfið er á vissan hátt bóla eins og allt annað sem þenst svona hratt út eins og það hefur gert. Ég held hins vegar ekki að óþol launþega vegna dýrtíðar muni hafa áhrif á gengi júansins. Málið er að ef það styrkist þá kemur það aðallega niður á launþegum, sem þá missa fljótlega vinnuna í stórum stíl. Þess vegna verður reynt að keyra áfram á sömu braut sem lengst. Og nú er styrkur Kína orðinn svo mikill að þeir eru komnir fram hjá "point of no return" í þessum málum. Þ.e. enginn getur stöðvað þá nema þeir sjálfir.

Jón Pétur Líndal, 17.1.2011 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband