Sendi Tony Blair hryðjuverkamann til Íslands?

Skv. fréttum RÚV núna í hádeginu þá var Mark Stone, útsendari og æsingamaður bresku lögreglunnar, í beinum samskiptum við forsætisráðherra Bretlands varðandi njósnir sínar og hvatningu til ófriðar meðal friðsamlegra mótmælenda í Saving Iceland.

Ekki er með góðu móti hægt að álykta annað en að Tony Blair hafi sjálfur reynt að spilla friðsamlegum mótmælum á Íslandi með því að senda hingað mann sem átti að kynda undir ófriði í mótmælunum. Kynda undir hryðjuverkum eins og ófriðlegar aðgerðir eru stundum kallaðar. Og allt voru þetta leynilegar aðgerðir. Afleiðingunum átti svo að klína á friðsama mótmælendur. Sem betur fer tókst ekki að æsa mótmælendur svo mikið upp að illt hlytist af. Aðgerðin mistókst sem sagt.

Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að bregðast við því að upp hafi komist að breski forsætisráðherrann hafi ekki bara tekið þátt í og hvatt til hryðjuverka í Írak, heldur einnig gert út mann til að hvetja til hryðjuverka á Íslandi?
Er það ekki kaldhæðni að Bretar hafi sett hryðjuverkalög á Ísland um tíma vegna nokkurra bankaræningja sem hvorki þeir né Íslendingar virðast þó vilja taka almennilega á?
Það eru greinilega að styrkjast rökin fyrir því að Bretar ákváðu að setja hryðjuverkalög á Ísland. Það sem þeir vissu en ekki við er að þeir voru sjálfir búnir að senda hingað hryðjuverkamann og unnu samviskusamlega að því að ýta undir hryðjuverkastarfsemi í landinu.

Væri nú ekki ráð að vekja Jóhönnu þyrnirós í íslenska forsætisráðuneytinu og athuga hvort henni finnst eðlilegt að á Íslandi séu starfrækt sendiráð ríkja sem senda flugumenn til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi í landinu okkar?

Væri ekki ráð að stefna Tony Blair fyrir alþjóðadómstól vegna þessa prívatútsendara hans á Íslandi, eða er það ekkert mál þó erlendir þjóðhöfðingjar sendi hingað menn til að stunda njósnir og ýta undir hryðjuverkastarfsemi?


mbl.is Keðjusöngur við stjórnarráðshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér kærlega fyrir þessa frábæru athugasemd. Ég verð þó að setja út á eitt. Maður sem kemur svona vel auga á það sem ætti að vera augljóst öllum, en er það ekki því miður, en verður að verða það, ætti ekki að halda því inn á einkabloggi. Þú átt að fara með þetta í blöðin og aðra fjölmiðla. Blogg eru alltof mikið lesin. Það er mikilsvert að sem flestir heyri þetta. Takk og gangi þér vel.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 02:28

2 identicon

Blogg eru alltof lítið lesin, vildi ég sagt hafa. Og það er ástæða fyrir því. Þau eru ekki öll mikilvæg, en það er það sem þú hefur að segja...

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 02:29

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Jón og takk fyrir athugasemdirnar. Kannski væri gaman að koma þessu í blöðin en ég satt að segja nenni því ekki, hef reynt stöku sinnum algjörlega án árangurs. Og hver les svo sem blöð í dag? Það gera bara sárafáir hvort eð er þannig að ekki er eftir miklu að slægjast. En takk fyrir hólið og ráðlegginguna engu að síður.

Jón Pétur Líndal, 17.1.2011 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband