Ef þetta er ekki bankarán, hvað er það þá?
6.1.2011 | 18:31
Fölsuð fundargerð um fund lánanefndar eftir að bankinn var yfirtekinn. Raunverulegur fundur aldrei haldinn.
Fundargerðin búin til að því er virðist til að sýna að einhverjar heimildir og samþykktir hafi verið fyrir útgreiðslu peninga sem eigendur og innanbankamenn voru búnir að stinga í eigin vasa löngu fyrir fundinn og fall bankans.
Þetta er greinilega illa skipulagt, en vel heppnað bankarán. Af hverju er ekkert búið að gera við þessa bankaræningja? Af hverju ganga þeir enn lausir?
Hvað var með kaffinu á þessum tilbúna fundi, voru það snúðar?
Lánanefnd á fundi eftir fall bankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað ætti að handtaka strax þessa menn, sem stóðu að þessum gjörningi. Bæði fyrir bankarán og fölsun á fundagerð. En ég tel að öll þessi mál, sem hafa verið afhjúpuð, séu aðeins toppurinn á ísjakanum.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 19:04
Þegar Elín Sigfúsdóttir var gerð að bankastjóra Landsbankans eftir að ríkið tók bankan yfir hváðu margir við og höfðu uppi efasemdir um hvort þeir sem málum réðu fyrir hönd ríkisins væru virkilega með fullu viti eða rænu .
Og svo ekki er minnst á hvað lá á að selja útibú Kaupþings í Lúx .
Voru allir með viti og rænu sem að því stóðu og ef svo var, er þá ekki augljóst að annarlegir hagsmunir hafi ráðið ferð í báðum þessum tilvikunum.
Og gera það þá en núna í dag því sama fólk vélar um hlutina núna og gerðu þá.
Jón Magnússon (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 20:25
Af hverju er þetta fólk ekki í fangelsi?
Í hvaða ríki heims gengi þetta fólk enn laust?
Hvernig ríki er það eiginlega sem við búum í?
Er embætti sérstaks saksóknara bara enn ein blekking Alþingis til að halda verndarhendi yfir fjárhagslegum bakjörlum flokkanan og þess fólks sem þáði styrki frá þessum bakjörlum?
Af hverju var Eva Joly rekin / látin hætta?
Hverslags glæpahyski er það eiginlga sem hefur náð hér öllum völdum í gegnum flokkana og þingmenn okkar?
Jón Sig (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 00:10
Það hlýtur að vera að við séum farin að sjá eitthvað meira en toppinn af jakanum þó sjálfsagt sé margt óséð ennþá.
Við virðumst búa í alríki alþjóðaglæpamanna.
Fólk þarf að herða upp hugann og rísa upp á móti þessu liði. Ég hvet menn eindregið til að hugsa vel sinn gang áður en ákveðið er að halda áfram að gera lítið sem ekki neitt í málunum.
Fólk á að hætta að skipta við þessi fyrirtæki sem eru enn rekin af glæpamönnum. Það á að krefjast þess að laun séu lögð inn á erlenda bankareikninga í bönkum sem ekki hafa hagað sér á sama hátt og íslensku bankarnir, þangað til búið er að stofna hér banka með sæmilegan bakgrunn. Kannski eru líka einhverjir sparisjóðir sem hægt er að notast við. Það óþolandi að almenningur sé neyddur til að skipta við þessi stórglæpafyrirtæki sem bankarnir eru. Ég skil ekki stjórnvöld sem skikka fólk til að vera glæpanautar þessara banka og krefjast þess að glæpamenn sjái um fjármál almennings.
Jón Pétur Líndal, 7.1.2011 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.