Gerum Kópavogskirkju að mosku.

Það er búið að sameina sveitarfélög og fyrirtæki á Íslandi af krafti undanfarin 25 ár til að styrkja þau og gera reksturinn hagkvæmari. Það er búið að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil og stjórnarskrá fyrir meginhluta Evrópu undir nafni og yfirstjórn ESB undir því yfirskyni að styrkja löndin efnahagslega, auka frelsi og hagræða.

Allt hefur þetta misheppnast algjörlega. Öll stór sveitarfélög á Íslandi eru á hausnum eða í alvarlegum skuldavandræðum. Næstum öll stór fyrirtæki á Íslandi eru búin að fara á hausinn eða í alvarlegum skuldavandræðum. Þjóðin er búin að tapa verðmæti Íslands tvisvar eftir alla þessa hagræðingu. Hagræðingin er minni en engin þegar upp er staðið. Vegna allra þessara sameininga og hagræðingar er nú framundan afturför í þjónustu og hagræðingu. Dæmi: Það á að taka upp vegatolla þannig að ef þú ekur veg sem þú ert þegar búinn að borga fyrir með skattheimtu þá áttu að borga meira í hvert skipti sem þú ekur um veginn. Og ekki nóg með það, þú heldur áfram að borga eldsneytisskatt til vegamála á bensínstöðinni, en þarft að auki að borga í hliði aðgangseyri að veginum. Þetta er mikil afturför í þjónustu og óskiljanlegt óhagræði að geta ekki látið einn vegaskatt duga, en taka þess í stað upp tvo skatta til að greiða fyrir sama hlutinn.

Þegar upp er staðið eru það kannski 100-200 manns í þjóðfélaginu sem njóta virkilega þessara sameininga og hagræðingar, það eru þeir sem komust í þá sameiningarhagræðingu að hagræða öllu fé landsmanna til sjálfra sín.

Sama er með ESB, þar eru sömu mistökin gerð, en auðvitað á miklu stærri skala. Fjölmörg löndin eru í alvarlegum skuldavandræðum og atvinnuleysið er mikið. Spilling grasserar og glæpamenn njóta frjálsrar ferðar til athafna sinna milli allra landanna. Við þeim má ekkert hrófla. Svona má lengi telja.

Og nú á að taka til sömu ráða vegna skuldavandræða kirkjunnar. Nú á að sameina sóknir segir Ríkisendurskoðun. Þá geta þeir sem gætilega hafa farið í fjármálum ekki lengur komist hjá að fara í skuldavandræði eða gjaldþrot rétt eins og hinar sóknirnar sem ráða ekkert við stöðuna. Það er undarleg hagræðing og skrítið fordæmi hinna skynsamlegu ráðgjafa hjá Ríkisendurskoðun að vilja stuðla að því að sem flestar sóknir komist í fjárhagsvandræði. Slíkar hugmyndir lofa ekki góðu þegar maður sér hvernig til hefur tekist hingað til.

En það er líka athyglisverður vinkill í þessu máli að velta fyrir sér hvernig muni ganga að sameina ólík trúarbrögð. Í því hlýtur líka að felast tækifæri til hagræðingar. Nú er t.d. fyrirhugað að byggja mosku fyrir múslima með tilheyrandi kostnaði og óhagræði í trúfélagarekstri. Væri ekki athugandi að sameina frekar nokkur ólík trúfélög og koma þeim í eitt hús, eða sameina nokkrar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu, helst með þeim hætti að 1-2 guðshús verði rýmd og tekin úr hefðbundinni notkun þannig að t.d. múslimar og aðrir húsnæðislausir trúmenn geti tekið við þeim og nýtt þær fyrir starfsemi sína. Það er óþarfi að byggja meira fyrir trúfélög ef það á að fara að hagræða líka. Kannski mætti t.d. gera Kópavogskirkju að mosku, það er ekki svo langt þaðan í fleiri kirkjur í Kópavoginum sem ættu að anna ágætlega reglulegri messuþörf kópavogsbúa.


mbl.is Hvetur til sameiningar sókna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Pálsson

Af hverju datt engum þetta í hug fyrr?!

Skúli Pálsson, 6.1.2011 kl. 14:15

2 identicon

Dauðastríð kirkjunnar og kristni. Best að ljúka þessu af og loka.


doctore (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 15:01

3 identicon

Sæll. Flestar kirkjur í London eru nú moskva. Sama gildir um stóran hluta af öllu Bretlandi. Gallinn við það er að stórhluti þeirra er undir stöðugu lögreglueftirliti, því hefðbundið hlutverk moskna var að vera bækistöð fyrir her, þar voru stríð skipulögð og vopn geymd, ekki bara trúarlegt húsnæði eins og kirkjur, enda var Kristur frábeitinn öllu ofbeldi, en Muhammad var trúarleiðtogi, stjórnmálamaður, lagasemjari, dómari og hershöfðingi...og hlutverk hans því að stóru leyti veraldlegt. Bókstafstrúarmenn hafa ekki enn lagt þetta hefðbundna hlutverk á hilluna, herstöðina, né bókstafstrúarmenn í hófsemdargerfi, sem eru því miður margir. Með fullri virðingu fyrir hinu göfuga trúarbragði Islam, þá hefðu mörg hryðjuverk aldrei gerst ef moskvur hefðu ekki verið til staðar á staðnum, en þær hafa gengt lykilhlutverki í hryðjuverkastarfsemi í Evrópu. Með fullri virðingu fyrir Islamskri trú, menningu og sið, sem hefur margar góðar hliðar og má margt læra af, eins og öllum menningarheimum, og margir góðir menn aðhyllast og lifa samkvæmt, án ofbeldis.

Breti (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband