Bætur frá gjaldþrota fjármálastjóra gjaldþrota samsteypu fyrir vesenið við að sölsa undir sig banka með svikum og prettum.

Flest nema tjón almennings er hægt að fá bætt í þessu landi frá gjaldþrota útrásargrísum þegar lögmenn fá greiddar bætur fyrir að slást í lið með þeim við að sölsa undir sig banka með svikum og prettum. Ég segi svikum og prettum því efnahagsbrotadeild leit svo á þegar hún kærði lögmanninn fyrir fjársvik út af þessu.

Og nú telja menn það aftur svik og pretti að greiða bætur fyrir að svíkja og pretta. Nú er bótagreiðslan fyrir svikin orðin að deiluefni fyrir dómstólum og þykir ekki eðlilegt að greiða bætur fyrir óþægindin af að taka þátt í að svíkja og pretta.

Ég er sammála þessu, það gengur auðvitað ekki að greiða bætur fyrir að stunda svik og pretti, þó því fylgi viss óþægindi. Láti dómarinn ekki endurgreiða þessar bætur með dómi sínum er hann að opna sjálfum útrásargrísunum leið til að sækja allskonar bætur fyrir óþægindin sem fylgdu og fylgja því enn að hafa svikið og prettað þjóðina. Það er ljóst að þessi greiðsla sem nú er deilt um er smámunir miðað við það sem Jón Ásgeir, Björgólfur, Sigurður Einarsson og félagar geta fengið greitt verði þessi gerningur ekki ógiltur fyrir dómi. Ég yrði ekki hissa þó þeir næðu allavega 100 milljörðum í bætur vegna óþæginda sinna og beins kostnaðar við að verja glæpastarfsemi sína undanfarin ár ef þessi lögmaður kemst upp með að halda þessum bótum.

Það þarf auðvitað ekki að taka fram að þeir sem stóðu á bak við Karl Georg lögmann hafa ekki verið kærðir fyrir sína aðild að meintum svikum og prettum þó þeir standi augljóslega á bak við svikin úr þeir greiða honum bætur fyrir óþægindin við að vinna þetta skítverk fyrir þá. Lögreglan og ákæruvaldið eru upptekin af því að ákæra jólasveina og aðra sem hafa eitthvað við aumingjaskap yfirvalda að athuga.


mbl.is Fékk þóknun vegna málaferla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband