Það eru svínslega mótsagnakenndar og heimskulegar aðgerðir þegar fjölmiðlar snúast gegn tjáningarfrelsinu með því að láta handtaka menn sem þeir saka um að tjá sig frjálslega eins og gerðist í dag þegar DV-eigandinn fyrrverandi, Hreinn Loftsson, lét handtaka Ástþór Magnússon. Sakar Hreinn Ástþór um að halda úti fjölmiðlinum sorprit.com sem Hreinn telur eitthvað vera athugavert við. Lestur á þessum miðli bendir þó ekki til að þar sé að finna neitt sem talist geti athugavert. Raunar eru skrifin á sorprit.com frekar gamansöm ádeila tengd staðreyndum og margumtöluðum málum í þjóðfélaginu.
Ég held að fjölmiðlar þurfi að gera það upp við sig hvar þeir vilja setja mörkin á milli tjáningarfrelsis og ritskoðunar nú þegar til umfjöllunar er frumvarp um þessi mál. Það gengur ekki að haga sér eins og svín í þessum málum og siga lögreglu á þá sem menn telja að séu að nota það tjáningarfrelsi sem flestir eru nú að kalla eftir. Til hvers að kalla eftir frelsi á sama tíma og sömu aðilar nota lögreglu til að hefta menn?
Það eru ekki merkilegir fjölmiðlar sem þola ekki að rýnt sé í umfjöllun þeirra og störf þeirra sem að þeim standa. Og það kemur auðvitað úr hörðustu átt að DV sé svona viðkvæmt fyrir tjáningarfrelsi og líflegri umræðu. DV hefur lengi verið þekkt fyrir að vera sá fjölmiðill sem minnst skeytir um staðreyndir og sannsögli í umfjöllun sinni. Fjölmargir dómar sýna það best. Þar hefur meira ráðið för æsifréttamennska og sölumennska. Þar eru stanslaus fréttajól allt árið um kring, girnilegar fréttir á útsölu allt árið eins og svínakjöt í Bónus. Þar eru fréttnæmir einstaklingar leiddir til fréttaslátrunar eins og svín allt árið um kring.
Það er virkilega hægt að segja að ef einhver fjölmiðill hagar sér eins og svín í fréttaflutningi, þá sé það DV. Ég skil því vel þá tengingu við svín og grísi sem svo oft kemur fram á vefsíðunni sorprit.com. En að sama skapi botna ég ekkert í DV að þola ekki meðulin sem þeir sjálfir hafa þróað í fréttamennsku sinni.
Ástþór færður til skýrslutöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óhreinn Óloftsson vill prumpa í friði!
Mannskepnan (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 22:59
Það er margt skítið í kýrhausnum.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.1.2011 kl. 23:07
Þorskhausinn (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 23:11
Látum ekki sjá okkur í BYKO á næstunni
Öreiginn (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 23:26
Sammála þessu um sorphauginn DV.
Vendetta, 6.1.2011 kl. 00:34
Sælir og takk fyrir athugasemdirnar.
Jón Pétur Líndal, 6.1.2011 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.