Nýjir tímar.

Nú eru Íslendingar að átta sig á ýmsum hlutum.  Við erum búin að fatta að góðærið var ekki góðæri nema fyrir sárafáa.  Við vitum að traustu bankarnir okkur týndu peningunum sem fólk setti í þá.  Við vitum að endurskoðendurnir kunna bara að passa sig á að vera ábyrgðarlausir og kenna öðrum um.  Svona má lengi halda áfram.

 En í öllu þessu uppgjöri við fortíðina eru sumir þingmenn loksins búnir að læra á klukkuna og skilja samspil sólargangs og tímamælinga.  Skilja það að þegar sólin er hæst á lofti, þá er hádegi og klukkan skv. réttu skipulagi 12 á hádegi.   Búnir að fatta að klukkan er alltaf vitlaus á Íslandi eins og svo margt annað.  Þess vegna er nú komið fram frumvarp um að nota nokkurn veginn rétta klukku á Íslandi.  

 Auðvitað er það ekki sjálfgefið að frumvarp um að nota rétta klukku á Íslandi verði samþykkt.  Margir, bæði þingmenn og hagsmunahópar, munu eflaust finna því allt til foráttu að hér verið notuð rétt klukka.   Menn tala um að þeir geti ekki verið úti á kvöldin um hábjartan dag, kvarta örugglega yfir að þurfa að vinna vinnuna sína í dagsljósi.  Það eru margir sem þola það illa.  Og skyndilega mun spretta upp hópur manna sem þarf að geta samstillt klukkuna sína við klukkur í Evrópu til að geta sinnt "mikilvægum" viðskiptum.  Þessir menn kunna yfirleitt ekki á tölvupóst né geta skipulagt sig þannig að það dugi þeim sameiginlegur vinnutími við félagana í Evrópu  í 5-7 tíma á dag í stað 6-8 tíma áður.

Mér finnst það auðvitað sjálfsagt að menn venji sig af þeirri blekkingu sem röng klukka er.  Það þarf að viðurkenna veruleikann á þessu sviði sem öðrum.   Íslendingar hafa gott af dálítilli sjálfsskoðun og í því er gott að byrja á að læra almennilega á klukku.

Þeir sem þurfa svo einhverra hluta vegna að halda áfram að vinna myrkraverk á daginn eða þora ekki út á kvöldin eftir myrkur verða bara að finna aðrar lausnir fyrir sig.   Það er t.d. hægt að mæta fyrr í vinnuna ef það er nauðsynlegt fyrir viðkomandi að fylgja tíma í öðru landi en Íslandi.  Það væri bara mjög gott fyrir umferðina á morgnana og seinnipartinn, dreyfir álaginu aðeins og kemur öllum til góða.

Og ef það er nauðsynlegt að hafa alla þjóðina ofurselda næturvinnu á morgnana þá væri í sjálfu sér eðlilegra að hafa klukkuna allavega rétta, en að allir mæti bara klukkutíma fyrr í vinnuna en þeir gera núna.  Það er ekki nauðsynlegt að hafa klukkuna vitlausa þó Íslendingar vilji áfram vera vitlausir. 

 

 


mbl.is Vilja seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósammála. Þetta kemur til með að klípa af þeim tíma, sem við ,sem búum í þröngum fjörðum, höfum í sólinni. Frekar ætti að flýta um 2 tíma. Þá höfum við lengri tíma í frítímanum í björtu og sól t.d. yfir sumarið. Svo held ég nú að þetta með blessuð börnin að vakana í myrkri sé nú bara þvæla. Þau ættu þá ekkert að sofa í byrtunni á sumrin. Við erum fædd inn í þessar aðstæður og lífsklukka okkar er stilt með þetta í huga. Ég tel nú frekar að börn fari bara allt of seint að sofa nú til dags, og nái því ekki þeim svefni sem þau þurfa, heldur en að morgunmyrkrið sé að plaga þau.

Hilmar Pálsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 08:31

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Hilmar.  Það getur vel verið hentugt að nýta sólina sem mest í frítíma.  Ég skil þau rök.   En ég skil ekki af hverju menn þurfa að vera með vitlausa klukku til þess.  Það væri miklu nær að hafa klukkuna rétta en fara þá bara í vinnu klukkutíma fyrr á morgnana og hætta klukkutíma fyrr á daginn ef almennur vilji er til að hafa meira af sólinni utan vinnutíma.  

Jón Pétur Líndal, 15.12.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband