#6791 - Ritstuldur? Var það ekki lesstuldur?
16.11.2010 | 12:23
Það hafa ótal sögur verið sagðar af George Walker Bush (Bónda Göngu Runna eins á kannski að kalla hann svona nálægt degi íslenskrar tungu) og þroska hans. Aldrei fyrr hef ég þó séð að hann kynni að skrifa. En lestrarhæfileikarnir hafa stundum verið umfjöllunarefni. Nú held ég að örugglega sé verið að ljúga upp á hann þegar talað er um að hann sé búinn að skrifa bók og í henni sé stórfelldur ritstuldur.
Þetta getur ekki staðist, Bush er í mesta lag fær um lesstuld, að lesa eitthvað sem aðrir hafa skrifað. En ég trúi því mátulega að hann geti bæði lesið það sem aðrir skrifa og endurskrifað það. Það er too much að ætla honum það.
Bush sakaður um ritstuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða fordómar eru þetta nú? George Bush óx mjög í áliti hjá mér þegar hann tjáði skoðun sína á Söru Palin. Hver skrifar hvað er heldur ekki aðal atriðið eins og Hannes Hólmsteinn og Bubbi Morthens vita manna best. Það er hver er skrifaður fyrir textanum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2010 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.