#6791 - Ríkið í ríkjunum heimtar hærri skatta.
16.11.2010 | 11:52
ESB vill nærri 6% hækkun á sínum tekjum á næsta ári. Bretar og Hollendingar segja þeim að láta sér duga sömu fjárveitingu og þeir hafa á þessu ári. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls. ESB, sem er Ríkið í ríkjunum vill soga til sín meira fé, þá er minna eftir til ráðstöfunar heima fyrir. Þannig getur ESB ýtt undir atvinnuleysi og niðurskurð í aðildarlöndunum. Gagnlegt ríkjasamband það.
ESB vill taka upp nýjar leiðir til að afla fjár, eigin skatta á fólkið í aðildarlöndunum. Ég býst við að ESB muni verja drjúgum hluta af auglýsingaherferð sinni á Íslandi til að útskýra fyrir okkur hvaða skatta við eigum að greiða þeim eftir inngöngu í sambandið og hvað við fáum í staðinn. Það er gott að við búum í landi þar sem skattar eru svo lágir að það er enginn vandi að borga ríkinu, hvað þá ríki í ríkinu, hærri skatta.
Eiga Íslendingar að hafa ákvæði í stjórnarskrá um hvort erlend ríki eða ríkjasambönd eða erlendar stofnanir og alþjóðastofnanir megi leggja skatta á Íslendinga, beint eða óbeint?
Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með hana á:
Facebook, Austurvöll eða almannaþing.
Ósamið um fjárlög ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hálf sorglegt að fólk eins og þú fáir tækifæri til að sitja stjórnlagaþingi.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 07:23
Sæll Jón Gunnar. Takk fyrir athugasemdina. Það er ánægjulegt að þú sért að lesa bloggið hjá mér. Það væri líka gaman að sjá hvernig fólk þú vilt að fái tækifæri til að sitja á stjórnlagaþingi??
Jón Pétur Líndal, 18.11.2010 kl. 12:18
Ertu að reyna að segja með þessu:
"Þannig getur ESB ýtt undir atvinnuleysi og niðurskurð í aðildarlöndunum. Gagnlegt ríkjasamband það."
Að ESB sé viljandi að reyna skapa atvinnuleysi í Evrópu. Hverskonar hræðsluáróður er þetta eiginlega. Gerirðu þér grein fyrir því að það er meira atvinnuleysi í USA núna heldur en í ESB? Ekki myndi fólk væna Bandaríkjamenn um að viljandi reyna skapa atvinnuleysi í USA.
http://en.wikipedia.org/wiki/Eurozone_unemployment#Unemployment
Hérna sérðu til dæmis þróun á atvinnuleysi í ESB og USA. Atvinnuleysi hefur til að mynda hrunið af Pólverjum og farið minnkandi í Þýskalandi, og það í mestu heimskreppu í heila öld.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 13:51
Takk fyrir athugasemdina. ESB snýst ekkert um atvinnu eða atvinnuleysi, það snýst um viðskipti og stöðugleika í fjármálakerfi og völd. Gróða og góða afkomu þeirra sem ráða för í fjármálaheiminum. Það er hins vegar samhengi á milli skattahækkana og aukins atvinnuleysis. ESB er orðið áratuga gamalt og atvinnuleysið í aðildarríkjunum er 5-20%. Meðaltalið um 10%. Ef ESB hefði áhuga á að íbúarnir hafi vinnu væri löngu búið að sjá til þess. Kreppan núna er ekki sú mesta í heila öld, kannski sú næstmesta, en hún hefur haft ótrúlega lítil áhrif á atvinnuástandið nema á Íslandi. Í ESB er alltaf kreppa í atvinnumálum.
Ef þú ert spenntur fyrir ESB aðild þarftu ekkert að vera að velta fyrir þér íslenskri stjórnarskrá. ESB hefur sína eigin stjórnarskrá sem aðildarlöndin verða að aðlagast. Við þurfum ekkert að eyða tíma og peningum í stjórnlagaþing hér ef við ætlum í ESB.
Jón Pétur Líndal, 18.11.2010 kl. 17:59
ESB hefur enga stjórnarskrá, bara svo það sé á hreinu. Hinsvegar hafa allar þjóðir Evrópu stjórnaskrá, nema að ég held Bretland.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 19:21
Sæll nafni og takk fyrir athugasemdina. Ég er hér með link á stjórnarskrá ESB. Hún er 465 bls. og öll aðgengileg á netinu á þessari slóð.
http://europa.eu/scadplus/constitution/index_en.htm
Það er þægilegast að lesa hana með því að smella vinstra megin á síðunni á "Full text of the constitution" Þá geturðu skoðað þetta allt á einu bretti.
Jón Pétur Líndal, 18.11.2010 kl. 22:36
Já í þessum málum eins og öðrum er ESB nokkuð flókið kerfi. En það er enginn eiginleg stjórnarskrá í ESB. Það var reynt að koma henni í gegn en var hafnað af Frökkum og Hollendingum. Eftir það kom Lissabon sáttmálinn. Allir þessi sáttmálar, svo sem Lissbon, Róm og svo framvegis er hinsvegar nokkurskonar stjórnarskrá. Það er oft talað um "the treaties that provide a constitutional basis", þetta eru einhverskonar substitutes fyrir stjórnarskrá.
Hérna er mjög góð skýrsla um málið.
http://centers.law.nyu.edu/jeanmonnet/papers/00/000501.html
Þar segja þeir meðal annars:
"Of course, the authors of the EU Treaties could choose, if they so desired, to use the term "Constitution" to designate those Treaties. That would be seen as a political gesture, but if nothing was changed as to the substance of the Treaties, it would not necessarily mean that the EU had a Constitution like that of a Nation State"
Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 02:44
Einmitt, þetta er eins og með aðrar stjórnarskrár, þær eru oft meira en bara eitt plagg. Þannig er það líka í Bandaríkjunum t.d. Margir halda að stjórnarskrá Bandaríkjanna sé voðalega stutt og góð, en allir viðaukarnir við hana teygja talsvert á henni, Bill of rights o.s.frv., þannig að hún er ekkert voðalega stutt.
En varðandi ESB, þá er litið á þessa samninga "treaties" sem stjórnarskrá. Þessi stjórnarskrá þróast svo og gildnar eftir því sem samningarnir verða fleiri og yfirgripsmeiri. Þannig að við erum örugglega með stjórnarskrá í ESB. Þar háttar bara svo til að stjórnarskráin hefur yfirleitt ekki verið borin undir almenning í aðildarlöndunum, aðeins þjóðþingin. Undantekningarnar sýna að ESB er ekki fyrir fólkið í löndunum, það hafnar þessum samningum þegar færi gefst á slíku.
Jón Pétur Líndal, 19.11.2010 kl. 06:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.