#6791 - Sektum útvarpsstjóra fyrir að skemma lýðræðislegar kosningar.

Það er litið alvarlegum augum í Bandaríkjunum að reynt sé að draga úr kjörsókn. Þar er þess nú krafist að stjórnmálaflokkur verði dæmdur til að greiða háar fjársektir fyrir að reyna að draga úr kjörsókn almennings í ríkisstjórakosningum.

Á Íslandi eru framundan kosningar til stjórnlagaþings. Við eigum sameiginlegan fjölmiðil, RÚV, sem Íslendingar ætlast til að flytji þeim vandaðar og vel unnar fréttir af því sem er að gerast í landinu á hverjum tíma, líka kosningaundirbúningi. RÚV á líka að vera til fyrirmyndar í kosningum, þar eiga landsmenn að geta fengið upplýsingar og umfjöllun um þá sem eru í framboði til hinna ýmsu starfa og embætta á hverjum tíma.

Í undirbúningi til þessa stjórnmálaþings hefur RÚV ekkert fjallað um frambjóðendur og vill ekki gera það nema fá greitt fyrir það. Umfjöllun RÚV um þetta stjórnlagaþing virðist aðallega snúast um að tala það niður, gera lítið úr því, gera lítið úr því að hægt sé að framkvæma persónukjör af viti. Þannig hefur umræðan gjarnan verið í fréttum, Kastljósi og Silfri Egils, þeim dagskrárliðum sem þetta ber helst á góma.

Er það hlutverk RÚV að ákveða fyrir landsmenn hvaða kosningakerfi hentar í landinu? Er það hlutverk RÚV að ákveða hvort skynsamlegt er að endurskoða stjórnarskrána eða ekki og hvernig að því er staðið. Er það RÚV sem á að ráða því hvort við komum á lýðræðisumbótum í landinu eða ekki? Verður það helst í fréttum eftir kosningar til stjórnlagaþings að kjósendur hafi gert það sem RÚV sagði þeim að gera, að sitja heima og vera í fýlu yfir þessu.

Ég tel það vera á ábyrgð útvarpsstjóra að RÚV virðist taka afstöðu gegn lýðræðinu og þjóðinni í þessu máli með skeytingarleysi, þöggun og því að tala kosningu til stjórnlagaþings niður í umfjöllun sinni. RÚV virðist vera að reyna að skemma þessar kosningar, fæla almenning frá þáttöku í þeim, fremur en að hvetja til þáttöku. Kosningarétturinn er eini rétturinn, eina leiðin fyrir almenning til að hafa áhrif á stjórnarfarið í landinu. Þetta er kallað lýðræði. Af hverju vill útvarpsstjóri ekki að stofnun hans hjálpi þjóðinni að gera upp hug sinn fyrir þessar kosningar eins og aðrar?

Getum við sektað útvarpsstjóra fyrir þessa afstöðu RÚV. Ég legg til að það verði reynt, það þýðir lítið að sekta stofnunina sjálfa, skattgreiðendur greiða að lokum þá sekt. Að sekta yfirmann stofnunarinnar virkar líka miklu betur en að hann geti látið fyrirtækið borga. Tökum á útvarpsstjóra að bandarískri fyrirmynd.

Þeir sem hafa hugmyndir og tillögur um hlutverk ríkisfjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi og vilja koma þeim á framfæri mega setja þær hér:
www.facebook.com/stjornarskra
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is


mbl.is Reyndi að draga úr kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband