#6791 - Notum fundvísa menn frá Perú til að finna undanskotið fé.

Nú þegar sérstakur saksóknari hefur ekkert fundið í hálft ár sem fréttnæmt getur talist gleður það mann að fundist hafi lifandi steinaldarmenn í Perú. Það er í raun alveg ótrúlegt.

Ég vil leita til þeirra sem fundu þessa steinaldarmenn um að leita að undanskotnu fé úr bankahruninu. Mér finnst ekkert ganga að finna neitt sem máli skiptir eftir þetta bankahrun, það finnast engir sökudólgar og engir peningar, bara hálf mállausir sakleysingjar sem áttu og ráku bankana.

Meira að segja Eva Joly hefur ekki dugað til að neitt hafi fundist sem máli skiptir. Undir hvaða verndarvæng er bankahrunið á Íslandi? það þarf líka að finna þann verndarvæng. Það finnst bókstaflega ekki neitt hér.

Hafa lesendur skoðun á því hvort í stjórnarskrá eigi að vera heimildir til sérstakra lagasetninga vegna mála sem stefna þjóðaröryggi í hættu, fjárhagslegu sjálfstæði þjóðar eða almannahag? Líkt og gert hefur verið í nokkrum ríkjum með setningu hryðjuverkalaga.

Þeir sem hafa skoðun á þessu mega koma með hana á:
www.austurvollur.is/lindal
www.almannathing.is
www.facebook.com/stjornarskra


mbl.is Ættflokkur á steinaldarstigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband