#6791 - Gerum Reykjavík að höfuðborg landsins?
11.11.2010 | 01:49
Hvergi er í stjórnarskrá eða landslögum minnst á að nokkur staður á Íslandi sé höfuðborg landsins. Kannski er engin þörf á höfuðborg í eins litlu landi og Íslandi. Samt er alltaf talað um Reykjavík sem höfuðborg landsins. Er einhver borg á Íslandi, eru það ýkjur að kalla Reykjavík borg, hvað þá höfuðborg? Er Reykjavík ekki bara aðeins stærra þorp en hin þorpin í landinu okkar?
Eigum við að staðfesta með formlegum hætti í stjórnarskrá að Reykjavík sé höfuðborg landsins? Eigum við að setja í stjórnarskrá einhverja skilgreiningu á réttindum og skyldum Reykjavíkur sem höfuðborgar?
Þeir sem hafa skoðanir á þessu mega koma með þær á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Hefði ekki blásið miðstöð af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndar er það fest í stjórnarskrá að Reykjavík sé höfuðborg Íslands.
Sbr. 12. gr. stjskr., 2. mgr. 13. gr. stjskr. og 37. gr. stjskr.
Er það ekki algert lágmark að menn kynni sér hvað stendur í stjórnarskránni áður en þeir hefja að fullyrða um innihald hennar, nú eða áður en bjóðast til þess að gera breytingar á henni?
Jón (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 02:02
Sæll nafni og takk fyrir athugasemdina.
Ég hafði reyndar kynnt mér málið áður en ég bloggaði um það og það er ekkert minnst á það í stjórnarskránni að Reykjavík sé höfuðborg landsins. Í þeim greinum sem þú vísar í er aðeins tiltekið þetta:
12. gr. Forseti lýðveldisins hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.
37. gr. Samkomustaður Alþingis er jafnaðarlega í Reykjavík. Þegar sérstaklega er ástatt, getur forseti lýðveldisins skipað fyrir um, að Alþingi skuli koma saman á öðrum stað á Íslandi.
Skv. alþjóðlegum skilgreiningum á höfuðborg er ekkert sjálfgefið að það sé sú borg þar sem forseti, Alþingi eða ráðuneyti hafa aðsetur þó oft sé það í höfuðborginni.
Það er því ekkert óeðlilegt við það að þetta sé formlega ákveðið í stjórnarskrá. Ég er svo sem ekki að segja að það sé nauðsynlegt, finnst þetta ekki skipta miklu máli, en úr því það er hamrað á að Reykjavík sé höfuðborg okkar finnst mér rétt að ákveða það formlega og vek þess vegna athygli á þessu hér.
Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 02:18
Fyrir þá sem vilja kynna sér betur almennar upplýsingar um höfuðborgir þá er hér ágæt síða til að skoða.
http://en.wikipedia.org/wiki/Capital_city
Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.