#6791 - Hvað segir stjórnarskráin um erlenda íhlutun í málefni Íslands?
10.11.2010 | 16:47
Er það eðlilegt að erlend hagsmunasamtök fái að eyða hér fúlgum fjár í að reka áróður fyrir hagsmunum sínum? Er verið að sniðganga lög eins og Vigdís Hauksdóttir heldur fram? Er hægt að vega og meta sjónarmið vegna ESB aðildar á sanngjarnan og hlutlausan hátt þegar fylgjendur ESB aðildar fá ómældan fjárstuðning á móti blönkum andstæðingum aðildar. Er þetta eðlileg íhlutun í okkar mál?
Verður Ísland keypt inn í ESB? Er ESB ekki nógu spennandi kostur til að Íslendingar falli fyrir aðild nema verða keyptir inn með tugmilljarða áróðursherferð?
Hvað segir stjórnarskrá Íslands um svona stöðu? Hvernig vill fólk að tekið sé á þessu í stjórnarskrá? Þeir sem hafa tillögur um það mega koma með þær á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal.
Lögbrot eða ekki lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.