Tjáningarfrelsi eða lygar - hvar eiga mörkin að vera?

Ég hef enga sérstaka skoðun á þessum tilteknu málum sem fjallað er um í fréttinni, hvort dómar um þau á Íslandi voru réttir eða rangir.

En eitt af því sem verður á dagskrá stjórnlagaþings vegna nýrrar stjórnarskrár verður örugglega tjáningarfrelsið. Hvað á tjáningarfrelsið að ná langt, hvernig sköpum við rými fyrir tjáningarfrelsi án þess að það megi nota til að búa til eða breiða út tilhæfulausan óhróður um fólk eins og sumir fullyrða að sé stundum gert og dómar hafa staðfest?

Það eru allir sammála um að vilja hafa víðtækt tjáningarfrelsi og við erum líka sammála um að þeir sem tjá sig geri það af ábyrgð og misnoti ekki tjáningarfrelsið. Þess vegna vil ég að stjórnarskráin heimili öllum að tjá sig að vild um sannleikann. En lygina verða menn að varast, stjórnarskráin verður líka að verja borgarana fyrir lygum.

Þeir sem vilja koma með nánari hugmyndir um tjáningarfrelsið fyrir stjórnlagaþing mega koma þeim á framfæri á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal


mbl.is Tvö íslensk mál til Mannréttindadómstólsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband