Óskandi að það gengi jafn vel með innanríkismálin.

Allar tímaáætlanir hafa staðist í undirbúningi aðildarviðræðna við Evrópusambandið er sagt í fréttinni.

Úr því þetta gengur svona vel, af hverju gengur þá svo illa að leysa innanríkismál landsins? Af hverju gengur ekkert að koma skikki á arðrán bankanna og fjármálakerfisins á skuldurum, af hverju gengur ekkert að leggja niður verðtryggingu eða að tryggja með öðrum hætti boðlegt viðskiptasiðferði í landinu?
Af hverju gengur ekkert að koma böndum á þá sem settu bankana á hausinn og landið allt?

Var gerð einhver tímaáætlun um þessa hluti, eða skipta þeir of litlu máli til þess að mati stjórnvalda?

Það er furðuleg forgangsröðun að allt skuli ganga eftir áætlun með þau mál sem þjóðin er andsnúin en ekkert gengur í þeim málum sem þjóðin þarf á að halda að verði leyst sem fyrst.

Ef menn vilja koma með hugmyndir um tímaramma til að setja ráðamönnum í stjórnarskrá þegar brýn mál þurfa úrlausn má setja þær hugmyndir inn á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal


mbl.is Aðildarferlið gengið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband