Nærri 100 þús kall á hvern þáttakanda - algjört sukk.

Þetta var dýr þjóðfundur, ég er sammála því. Það er sagt að pláss á Litla Hrauni kosti um 30 þús. kr. sólarhringurinn pr. mann. En þessi þjóðfundur er að kosta nærri 100 þúsund krónur dagurinn og engin gisting greidd. Það er ansi mikið. Var ekki þjóðfundarfulltrúum greiddar 15 þús. krónur hverjum? Það hefur þá farið mikill kostnaður í eitthvað annað þarna.

Ég er tíl í að vera launalaus á stjórnlagaþingi í 2-4 mánuði, ég er hvort eð er með reynslu af því úr mínum störfum að hafa stundum ekkert fyrir mína vinnu.

Mér finnst að ekki eigi að vera svona dýrt fyrir skattgreiðendur að menn komi skoðunum sínum og hugsjónum á framfæri. Ég vona að 522 frambjóðendur hafi önnur markmið en að sólunda skattfé með framboðum sínum. Ég veit að það er ekki það sem ég stefni á.

Vonandi tekst þeim sem undirbúa stjórnlagaþing að sýna eðlilega aðhaldssemi í útgjöldum vegna þess. Hingað til mætti halda að þetta sé allt sett upp sem tekjuöflun fyrir einhverja sem ég veit ekki ennþá hverjir eru.

Ef þið viljið koma áliti ykkar á framfæri varðandi laun ráðamanna og annarra sem vilja hafa áhrif á stjórnarskrá landsins og stjórn þess, endilega farið inn á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal


mbl.is Þjóðfundurinn kostaði 91,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Var þessi þjóðfundur ekki ætlaður til að bæta stjórnarskrána? Hefði það verið hægt á þessa breiða hóps ef vel ætti að vera?

Ásta María H Jensen, 9.11.2010 kl. 14:50

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl Hekla og takk fyrir athugasemdina. Að mínu mati var þjóðfundurinn tvímælalaust þarfur. En ég skil samt ekki af hverju hann var svona dýr ef þessi tala er rétt, að hann hafi kostað um 92 milljónir. Það er ansi dýr dagsfundur.

Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 15:36

3 identicon

Þetta er með ólíkindum. Hvaða þekkingu hafði þetta fólk til að fjalla um stjórnarskrána af einhverri sérþekkingu? Var þetta ekki fólk sem var valið af handahófi til að mæta á staðinn? Eru líkur á að þetta fólk þekki málefnið mjög vel? Vissi fólkið sem þarna mætti hvar helstu veikleikar stjórnarskrárinnar liggja, ef þeir eru þá einhverjir?

Ég hjó t.d. mjög eftir því að í hádegisfréttum RUV var talað um að fundurinn gengi vel, og þær breytingar sem þyrfti að gera á stjórnarskránni væru ræddar. Það var sem sagt búið að gefa sér það fyrirfram að breyta þurfi stjórnarskránni? Sigurður Líndal sagði að það væri fínt að fólk myndi byrja á að fara eftir stjórnarskránni áður en farið væri út í að breyta henni. Ætli það hafi ekki verið rétt hjá honum? Kannski hefði verið sniðugt að ræða það fyrst? Hvernig stjórnarskráin hefði helst  verið brotin undanfarin ár, og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að slíkt gerðist aftur?

joi (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 15:49

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Jói og takk fyrir góða athugasemd. Kostnaðurinn er með ólíkindum en ég held að það sé samt gott mál að margt fólk af ólíku tagi komi að því að semja nýja stjórnarskrá eða laga þá gömlu.

Það er rétt að Sigurður Líndal sagði að það þyrfti að byrja á að fara eftir stjórnarskránni, en hann gleymir því að til þess þarf að breyta henni fyrst. Ástæðan fyrir því að ekki er farið nógu vel eftir stjórnarskránni er sú að það eru engin viðurlög við því að brjóta hana. Ég hef nokkrum sinnum bent á þetta hér á blogginu og komið með tillögur um stjórnarskrárákvæði til að hræða yfirvöld frá því að brjóta hana. Þetta er eitthvað sem verður að gera hvort sem stjórnarskránni er breytt að öðru leyti eða ekki. Það er tilgangslaust að hafa stjórnarskrá yfirleitt ef enginn hvati er til að ráðamenn taki mark á henni.

Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 16:07

5 identicon

Þessi þjóðfundur var vitagagnslaus, rétt eins og þetta fyrirhugað stjórnlagaþing.

ótrúlegt að ríkið geti ekki fundið þarfari hluti við peningana að gera.

stebbi (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 16:09

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Stebbi. Ég skil vel að þú sér neikvæður, ég er það oft sjálfur líka. En ég er nú að vona að stjórnlagaþingið komi að gagni hverjir sem verða nú kosnir á það. Allavega er ég ekki til í að dæma það ónýtt fyrirfram.

En kostnaðurinn er ótrúlegur, það er ekki skrýtið þó ríkisreksturinn gangi illa ef allt þar kostar hliðstæðar fúlgur.

Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 16:22

7 identicon

Ég er kannski ekki beint neikvæður. Mér finnst þetta bara vera óþarfi.

Já eða réttara sagt tómt rugl á þessum tímapunkti allavega.

Stebbi (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 16:39

8 Smámynd: Pétur Harðarson

Þjóðfundurinn 2009 skilaði þessu:

http://www.thjodfundur2009.is/other_files/nidurstodur/gildi-cloud.png

Þjóðfundurinn 2010 skilaði þessu:

http://www.thjodfundur2009.is/other_files/nidurstodur/gildi-cloud.png

Nú er sem sagt búið að eyða ca. 120 milljónum króna til að komast að því að Íslendingar vilja jafnrétti, siðgæði, málfrelsi, lýðræði, mannréttindi, jöfnuð o.s.frv.

Þarf virkilega 1000 manns á launum til að komast að þessari froðu? Hefði ekki hvaða auglýsingastofa sem er komist að sömu niðurstöðu fyrir brot af kostnaði? Hefði ekki verið hægt að spyrja nokkra bekki í grunnskóla og fengið sömu niðurstöðu? Þetta er ekki spurning um að vera neikvæður heldur að líta á hlutina eins og þeir eru. 92 milljónir og við erum komin með nýja orðaþyrpingu til að prenta á bolla. Frábært!!

Pétur Harðarson, 10.11.2010 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband