Skuldaaukningin er betri mælikvarði en lánsfjárþörfin.
9.11.2010 | 12:02
Þetta eru háar fjárhæðir sem ríkin þurfa að taka að láni, en segir ekki alla söguna. Eitthvað af þessu fer í að endurgreiða eldri lán. Það væri fróðlegt að vita eitthvað um raunverulega skuldaaukningu ríkjanna á milli ára. Þá sést hvert stefnir í raun. Það er það sem skiptir mestu að vita.
Hins vegar er alveg ljóst að það eru mikil fjárhagsvandræði og óstöðugleiki framundan því nokkur ríki eru nú svo skuldsett að þau ráða ekki við skuldirnar nú þegar.
Ef þið viljið setja í stjórnarskrá einhverjar reglur um það hvað íslenska ríkið má skuldsetja sig og hvernig það má standa að því þá komið með tillögur á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Ríki þurfa mikið fjármagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.