Mismunun ójafnaðarmannaflokksins Samfylkingarinnar.
9.11.2010 | 11:33
Afstaða efnahags og viðskiptaráðherra staðfestir það vel að jafnaðarmenn á Íslandi eru í raun ójafnaðarmenn. Hann vill að bankarnir haldi sinni verðtryggingu og fái að auki að innheimta að fullu lán sem þeir fengu fyrir u.þ.b. hálfvirði.
Á sama tíma vill hann lítið hlusta á þá sem eiga að borga þessi lán. Þeir fá ekki að verðtryggja launin sín, þeir fá ekki niðurfellda verðtryggingu af lánum sínum, þeir fá engan slaka. Þetta er ójafnaðarstefna af verstu sort. Þetta vil ég ekki sjá á Íslandi, hvorki þessa stefnu né rugludallana sem reyna að selja okkur hana.
Ég vil taka upp á stjórnlagaþingi ákvæði um bann við verðtryggingu, eða að annaðhvort verði allt verðtryggt eða ekkert. Verðtrygging á sumt en ekki annað er bara aðferð til mismununar og fjármagnsflutninga, hún er skerðing á eignarrétti sumra, bónus á eignarrétt annarra.
Ef þið viljið leggja eitthvað til þessa máls setjið þá hugmyndir ykkar inn á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Lýsa furðu yfir málflutningi ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.