Svona á standa að menningarmálum.
9.11.2010 | 10:19
Það er gaman að sjá hvernig Iceland Airwaves er að stækka sem menningarviðburður og stefnir í að þarna sé að verða til sjálfbær menningarviðburður og menning sem fólki finnst þess virði að kynna sér. Þannig finnst mér að menningin eigi að vera.
Nú á eftirránsárunum höfum við Íslendingar ekki efni á miklum útgjöldum til menningarmála og verðum því að leita nýrra leiða til að fjármagna menninguna ef vilji er til að halda henni úti. Þá er að sjálfsögðu rétt að taka til fyrirmyndar viðburði sem eru ekki bara byrði á skattgreiðendum heldur líka gjaldeyrisaflandi og helst sjálfbærir. Slíka viðburði þarf að nota sem nýtt módel fyrir rekstur menningarlífsins. Mér sýnist að Iceland Airwaves sé slík fyrirmynd.
Ef þið hafið hugmyndir um tengingu menningarmála í stjórnarskrána þá setjið þær inn á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Yfir 2.000 erlendir gestir á Airwaves | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti samt borga íslenskum listamönnum sem fram koma á Airwaves eitthvað fyrir sitt framlag, þó ekki væri nema matur og veitingar. Einungis erlendir listamenn fá borgað á Airwaves sem er skömm.
Bjarni (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 10:32
Sæll og takk fyrir athugasemdina Bjarni. Ég er sammála því að allir ættu að sitja við sama borð þarna. Vissi ekki að erlendum listamönnum væri gert hærra undir höfði en innlendum. Vona að það breytist allavega næst, þetta er viðburður sem er á réttri leið.
Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.