Félagið komið á gjörgæslu á gamalsaldri.
9.11.2010 | 09:55
Það er ótrúlega líkt með mannfólkinu og fyrirtækjum hvað heilsan versnar oft með árunum.
SÍS og kaupfélögin flest hver voru í kring um 70-100 ára aldurinn þegar þau félög fóru að týna tölunni. Fjárhags- og rekstrarleg heilsa þeirra versnaði svo um munaði og leiddi mörg þessi félög í dauðadá eða algjöran dauða.
Bankarnir okkar þoldu aldurinn líka illa og dóu fyrir 2 árum. Íslandsbanki-Glitnir hafði átt við langvarandi heilsufarsvanda að etja og hafði eigilega dáið nokkrum sinnum áður.
Eimskip og gamla kolkrabbaveldið náði líka háum aldri áður en það veiktist alvarlega og svona mætti lengi telja.
Sum félög hafa reynst vera með alvarlega fæðingargalla, eins og t.d. Bónus og allt það kennitölusafn sem óx upp af því félagi eins og krabbamein, sem er þess valdandi að þau eru nú þegar á unga aldri komin á fjárhagslega gjörgæsludeild ríkis og skattgreiðenda.
Alltaf virðist liggja að baki þessum heilsubresti gamalgróinna félaga að þau fara í verkefni sem þau ráða ekki við, þau halda að þau séu hraustari en þau í raun eru. Rétt eins og fullorðið eða gamalt fólk sem heldur að skrokkurinn sé ennþá í toppformi og þoli allt það sem hugurinn girnist að gera. En þannig er það ekki. Fólk og fyrirtæki eru alltaf viðkæm, það þarf alltaf að fara með gát og ætla sér ekki um of, sama hvað menn hafa getað gert áður.
Nú heldur Orkuveitan upp á 80 ára afmæli á gjörgæsludeildinni. Ég óska fyrirtækinu til hamingju með afmælið og vona að það nái sér af veikindunum.
Eigum við að setja í stjórnarskrá einhverjar takmarkanir á útgjöld ríkisins til heilbrigðismála stórfyrirtækja, björgunar þeirra, endurreisnar og ríkisábyrgða fyrir þau? Komið með tillögur á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal
Hitaveitan 80 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.