Eins með íslensku bankana.
8.11.2010 | 23:35
Ég held að íslensku bankarnir hafi ekki heldur tekið hagnað fram yfir öryggi. Þeir sögðu allavega viðskiptavinum sínum fram á síðasta dag að þeir væru öruggir og að innistæðurnar væru öruggar og að það væri örugglega gott að eiga hlutabréf í þeim. Þeir voru ekkert að segja viðskiptavinum að það væri verið að plata þá í hagnaðarskyni. Svo fóru þeir örugglega á hausinn öruggir um að skattgreiðendur myndu taka skellinn en ekki eigendur og stjórnendur bankanna.
Þannig tóku þeir öryggi fram yfir hagnað þegar þeir voru búnir að greiða sér út hagnaðinn.
![]() |
Tóku ekki hagnað fram yfir öryggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér nema ekki bara halda þú mátt fullyrða það!
Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.