Hin endanlega lausn á öllum vandamálum innan seilingar?

Ég er aðallega feginn að þessi miklihvellur var svo lítill að hann sprengdi ekki jörðina í tætlur eða skapaði nýjan heim. Miklhvellurinn sem menn telja sig hafa verið að líkja eftir er talinn hafa skapað alheiminn eins og hann er þekktur í dag, hvað sem menn hafa nú fyrir sér í því annað en fræðilegar kenningar.

Þetta er því alls enginn miklihvellur, hvernig sem á málið er litið, hvorki minniháttar né annarskonar. En kannski væri hægt að kalla þetta einhverskonar plathvell, sem betur fer var þetta nú ekki meira en það.

Það er hins vegar umhugsunarefni hvort vísindin þróast nú svo hratt framávið að menn geti hugsanlega bráðum búið til alvöru miklahvell. Þá þarf í raun ekki að hafa neinar áhyggjur af offjölgun mannkyns eða gróðurhúsaáhrifum eða neinu öðru. Þegar allt er komið í tómt klúður er bara hægt að gera annan miklahvell og búa til nýjan heim, rétt eins og að endurræsa tölvuna þegar hún virkar ekki almennilega lengur. Kannski verður nýr manngerður miklihvellur endanleg lausn mannkynsins á öllum okkar mistökum hingað til.

Eigum við að setja í stjórnarskrá Íslands eitthvað um afstöðu okkar til vísindastarfs af þessu tagi?
Komið með tillögur á:
almannathing.is
austurvollur.is


mbl.is Minniháttar miklihvellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"GAME OVER! RESTART GAME?"

Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 21:15

2 identicon

Það sem þú ert frambjóðandi á Stjórnlagaþing, væri þá ekki sniðugt hjá þér að segja hver þín skoðun á svona vísindastarfi???

Kveðja

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Þorvaldur og takk fyrir ábendinguna. Mín skoðun á þessu vísindastarfi er sú að það sé ok, svo lengi sem menn tortíma heiminum ekki með því á meðan ég lifi. Næstu kynslóðir verða svo að ráða því hvað þær gera.

Jón Pétur Líndal, 8.11.2010 kl. 22:48

4 identicon

Ég skal segja það eins og það er að það er jafn mikill möguleiki á að þeir tortími heiminum eins og að tveir krakkar í sandkassar mundu geta gert það. Það sem kemur út úr þessu er þekking. Sumir spyrja á móti "So what???". Eitt sem hefur komið út úr Cern er til dæmis Internetið í heild sinni. Það má lengi telja plúsana við þetta. Ég held að þessum peningum sé betur varið í þetta en ef þeim væri eytt í hernaðarbrölt.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 23:01

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Kannski er þetta rétt hjá þér Þorvaldur. Kannski kemur bara út úr þessu þekking og ekkert hernaðarbrölt. En ég trúi því nú reyndar mátulega þegar miðstöð kjarnorkurannsókna í evrópu á í hlut.

Jón Pétur Líndal, 8.11.2010 kl. 23:16

6 identicon

Það má nú bara almennt auka fjárlög í vísindarannsókna varðandi t.d. jarðvarma og til raunvísindanema í Hí. Að sama skapi mætti minnka fjárlög í tilgangslausa listastarfsemi. Í öðrum hverjum fréttaþætti er talað við einhverja listamenn og hvað þeir eru að gera á meðan hérlendis er bráðgáfað fólk að læra mikilvægar raunvísindagreinar sem fá litla sem enga almenningsathygli. Vísindi er framtíðin.

Bjarni (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 02:24

7 identicon

Þorvaldur - CERN hafði ekkert með upphaf internetsins að gera.

Gulli (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 07:21

8 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Ef kenningar eru réttar þá myndi svo sem ekki mikið ske ef annar miklihvellur yrði í CERN, þar sem hann myndi þá umsvifalaust búa til nýjan alheim sem væri utan þess sem við erum í og hyrfi þar með samstundis.  Ég hef því litlar áhyggjur af þessum tilraunum:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.11.2010 kl. 09:03

9 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Ég veit að ef kenningarnar eru réttar þá er engin hætta á ferðum. Ég óttast meira hvað gerist ef kenningarnar eru ekki réttar. Verður maður ekki að leiða hugann að því líka? Vísindaþróun hefur ævinlega verið með þeim hætti að kenningarnar þróast og breytast, annars væri allt orðið fullljóst fyrir löngu síðan, ekki satt?

Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 09:37

10 identicon

Fyrir þá sem kannski ekki þekkja þá er ágætt að benda á það að það er ekki verið að búa til neitt sem heitir "mikli hvellur" (kenningu sem menn eru mögulega að slaufa eftir því sem vísindinn færast nær sannleikanum) í CERN þó að það standi í fréttinni. Það sem menn eru að gera er að reyna líkja eftir ástandi alheimsins strax eftir miklahvell (0.0000000001 sek eða eitthvað álíka) með því að brjóta efni niður í minnstu einingar sem þekkjast í þeim tilgangi að finna það sem þeir telja uppá vanta í það módel sem þeir notast við í dag (guðseindinn/higgseindin).

Eina hættan sem menn hafa bent á (ranglega) er að við það geti myndast svarthol sem að vissulega er hættulegt. Sem betur fer á sú gagngrýni ekki við rök að styðjast.

Þetta er því hættulaust og vonandi finna þeir það sem þeir eru að leita að.

Hannes (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:34

11 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Gulli :  rétt hjá þér að CERN fann ekki upp Internetið.  CERN fann hinsvegar upp veraldarvefinn sem hefur lengi verið ruglað saman við Internetið enda er hann aðal inngöngupunktur almennings inná Internetið og því er skiljanlegt að þetta valdi misskilningi..

Jóhannes H. Laxdal, 9.11.2010 kl. 12:56

12 identicon

"Þetta er því alls enginn miklihvellur, hvernig sem á málið er litið, hvorki minniháttar né annarskonar."

Það sem er átt við  með "Minniháttar miklihvellur" er að þarna skapast aðstæður sem hafa ekki átt sér stað í alheiminum síðan rétt eftir miklahvell, hvað best við vitum.

"Eitt sem hefur komið út úr Cern er til dæmis Internetið í heild sinni. "

"CERN hafði ekkert með upphaf internetsins að gera"

Internetið varð ekki til á neinum einum stað en það er þó rétt að CERN gegndu ákveðnu hlutverki í uppruna Internetsins.

Forðumst alhæfingar. Takk fyrir.

Ingvi Gautsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:09

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorvaldur og Ingvi. Var það ekki Al Gore sem fann upp internetið?

Nei, ég er ansi hræddur um að þið séuð haldnir þeim algenga misskilningi að gera ekki greinarmun á tveimur ólíkum fyrirbærum. Internetið var nefninlega alls ekki fundið upp hjá CERN og er auk þess líklega eldra en ykkur grunar.

Internetið (Netið) er netkerfi sem tengir saman ólíkar tölvur með stöðluðum samskiptamáta án sérstakrar miðstýringar. Þessi tækni var þróuð á sjöunda áratug síðustu aldar (1960s) af bandarísku varnarmálastofnuninni ARPA. Tilgangurinn var að búa til samskiptakerfi fyrir landfræðilega dreifð vopnakerfi sem myndi þola það þó einhverjar af stöðvunum í kerfinu yrðu eyðilagðar með kjarnorkuárás. Í dag er það hinsvegar mest notað til að dreifa klámi.

Veraldarvefurinn (WWW) samanstendur af heimasíðum eins og þeirri sem þið eruð að horfa á núna, sem eru hýstar á vefþjónum, en þeir eru samtengdir með internetinu. Hugmyndin var þróuð af Sir Tim Berners-Lee á árunum 1989-1990 þegar hann starfaði einmitt hjá CERN. Tilgangurin var að gera alla þekkingu mannkyns aðgengilega á internetinu, en í dag er vefurinn hinsvegar mest notaður til að horfa á klám og öpdeita status á feisbúkk.

Til þess að halda áfram með samlíkinguna við sjónvarp, þá mætti segja að internetið sé dreifikerfið en vefurinn eins og dagskráin, eða reyndar aðeins hluti hennar því internetið er notað fyrir margt fleira en bara vefinn.

P.S. Þetta með klámið er ekki grín, heldur satt! Það er einföld staðreynd að flestar tækninýjungar eru fyrst innleiddar af hermálayfirvöldum, og því næst klámiðnaðinum. Ástæðan fyrir því afhverju nú eru til sölu kvikmyndir á Blue Ray diskum er t.d. ekki vegna þess að sú tækni sé eitthvað betri en aðrar, heldur vegna þess að það var sá staðall sem klámiðnaðurinn valdi framyfir HD-DVD sem arftaka venjulegra DVD diska. Fyrir þá sem eru nógu gamlir til að muna eftir slagnum á milli VHS og BetaMax, þá var það sama sagan.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 21:53

14 identicon

CERN um þátttöku sína í gerð veraldarvefsins: http://ben.web.cern.ch/ben/TCPHIST.html

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband