Það réði enginn neinu, það gerði enginn neitt, gerum þessi stjórnlausu fyrirtæki upptæk!!!
8.11.2010 | 15:33
Útrásarvíkingar segjast allir vera saklausir. Þeir réðu engu sem skipti máli, þeir höfðu engin áhrif, þeir töluðu ekki við bankastjórana um eitt eða neitt, stjórnuðu ekki fyrirtækjunum sem er verið að skoða, þeir eru bara allir fórnarlömb eins og aðrir Íslendingar. Sumir bókstaflega halda þessu fram, aðrir gefa það í skyn.
Úr því þessir menn segjast vera saklaus fórnarlömb sem ekki áttu eða stjórnuðu neinum fyrirtækjum sem ollu þjóðinni tjóni þegar allt fór á hausinn, er þá ekki rétt að setja í stjórnarskrána ákvæði um að ríkið megi gera upptæk svona stjórnlaus fyrirtæki? Það vantar peninga í ríkiskassann vegna skulda sem enginn viðurkennir að bera ábyrgð á. Gerum upptæk fyrirtækin sem virðast hafa verið stjórnlaus og notum andvirði þeirra til að greiða þessar skuldir. Komum um leið einhverri stjórnun á þessi fyrirtækisreköld og leysum útrásargengið undan byrðinni af að tengjast þessum fyrirtækjum sem þeir segjast ekki hafa stjórnað eða haft nokkur áhrif á.
Nánari tillögur um þetta óskast sendar inn á:
almannathing.is
austurvollur.is
Vísar túlkun Glitnis á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.