Loksins tók sveitarstjórnin eftir þessu.
7.11.2010 | 19:37
Það er nú búið að vera í nokkra mánuði í umræðunni að sameina háskólana á Bifröst og í Reykjavík. En nú loksins virðist sveitarstjórnin vera að taka eftir þessum umræðum og áttar sig á að sveitarfélagið þarf líklega að bera verulegan kostnað af þessari sameiningu ef af henni verður.
Vonandi tekst sveitarstjórninni að finna betri lausn, enda varla til betur skólað sveitarfélag en Borgarbyggð með leikskóla, grunnskóla, menntaskóla og nokkra háskóla og eina helstu vöggu íslenskrar menningarsögu í Reykholti.
Í þessu sveitarfélagi hefur atvinnulífið sem sagt að verulegu leyti þróast í kringum menntun og hagræðing eða samdráttur í einni menntastofnun mun augljóslega bitna á öðrum, þannig að fyrir sveitarfélagið og atvinnulífið er þetta mjög viðkæmt mál.
Ég tel að skásta lausnin felist í að leita nýrra tækifæra til að nýta menntakerfi Borgarfjarðar, sbr. bloggfærslu hjá mér fyrr í dag. Þar ætti sveitarfélagið að taka höndum saman með skólunum um að reyna að efla þá í stað þess að skera þá niður. Það er fullt af fróðleiksfúsu fólki um allan heim sem gæti haft áhuga á að læra um jökla, jarðfræði, jeppabreytingar, veðurfræði, eldfjöll, fornsögur o.m.fl. Í Borgarfirði má læra þetta allt saman í miklu návígi við námsefnin.
Hugnast betur sameining innan Borgarfjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.