Hagar hagkerfið sér eftir markaðslögmálum eða því sem seðlabankastjórinn fyrirskipar?
6.11.2010 | 19:43
Er hægt að setja fúlgur fjár inn í Bandaríska hagkerfið án þess að það valdi verðbólgu? Hingað til hefur því verið haldið fram af hagfræðingum að það sé eins öruggt og að sólin komi upp að morgni dags að aukið peningamagn í umferð valdi verðbólgu.
En nú telur seðlabankastjóri Bandaríkjanna að svo þurfi ekki að vera, vel sé hægt að auka peningamagnið án þess að það valdi verðbólgu. Þar sem lítið hefur gengið að ráða við verðbólgu á Íslandi áratugum saman væri það þarft verk að íslensk stjórnvöld og fjármálamenn færu á námskeið hjá seðlabankastjóra Bandaríkjanna til að læra hvernig hægt er að láta peninga flæða um hagkerfið án þess að tveggja stafa verðbólgutala fylgi með.
Kannski hefur bandaríski seðlabankastjórinn rétt fyrir sér, eða rangt, það kemur væntanlega í ljós bráðum. En bara það að hann telji þetta hægt fær mann til að velta því fyrir sér af hverju svona mikil verðbólga er á Íslandi. Er raunverulegur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum og fjármálakerfinu til að halda niðri verðbólgu eða er kannski hagstætt fyrir einhverja að verðbólgan sé alltaf mikil?
![]() |
Eru ekki að búa til verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.