Það er líka fylgst með hér.

Bandaríkjamenn fylgjast líka með Íslendingum. Það er engin spurning um það, það er bara eftir að upplýsa með hverjum er fylgst og hvers vegna. Össur utanríkisráðherra ætti nú að drífa í að upplýsa þetta svo hann virki ekki eins og hann þurfi eitthvað að fela í málinu. Það er nú hans deild, utanríkismálin, og hvað annarra landa sendiráð hafast hér að. Á fætur nú Össur og segðu okkur hvaða Íslendinga Bandaríkjamenn eru að njósna um hér!!


mbl.is Bandaríkjamenn einnig með eftirlit í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er úr visir.is svo er annað mál hvort um orðin tóm sé að ræða

http://visir.is/kanna-hvort-bandarikjamenn-hafi-njosnad-um-islenska-thegna/article/2010213997156

Helgi (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 19:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir fara ekkert mjög leynt með það heldur. Ég hef t.d. séð sendiráðsstarfsmann á merktum bíl við myndtökur af mótmælendum niðrí í miðbæ Rvk.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2010 kl. 19:59

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Eftir því sem Guðmundur segir þá er það rétt til getið hjá mér að Bandaríkjamenn fylgist með hér. Enda varla við öðru að búast, þeir fara sínu fram eins og þeim þykir henta hverju sinni.

Jón Pétur Líndal, 6.11.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband