Er alltaf hollt að lækna kvef með lyfi?

Hversu langt er hollt að ganga í lækningum? Er örugglega hollt að lækna kvef með lyfjum, takist að þróa lyf sem lækna kvef? Mér finnst þetta alveg jafn mikilvæg spurning og spurningin um það hvort takist að þróa lyfið.

Það er nefnilega vel þekkt að kvikindin sem valda sumum sjúkdómum hafa verið dugleg við að þróa með sér mótefni gegn lyfjunum sem notuð eru til lækninga. Og þá er það spurning hvort kvef er svo slæmur sjúkdómur að það sé hættandi á að þróa lyf til að drepa veirurnar sem valda því. Vissulega er kvef algengt, það fá eiginlega allir kvef annað slagið og að sama skapi má búast við að notkun á lyfi sem vinnur á kvefi yrði gríðarlega mikil. Og þar með er líka veruleg hætta á að hugsanlegir gallar við slíka lyfjatöku komi niður á gríðarlegum fjölda fólks.

Aðalhvatinn að þessari lyfjaþróun er auðvitað það að allir fá kvef, allir vilja því nota kvefmeðal sem virkar. Það er því gríðarleg hagnaðarvon í slíku lyfi. Þar er maður líklega kominn með skýringuna á því að mikið kapp er lagt á að búa til lyf við tiltölulega meinlausum sjúkdómi, þó hvimleiður sé. Og þar sem peningavonin drífur þetta mál líklega áfram frekar en að kvefið sé stórhættulegt er rétt að velta því fyrir sér hvort hollt sé að lækna kvef með lyfi.


mbl.is Finnst lyf við kvefi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband