Íslensk tunga átthagafjötrar.

Það er ekkert áhyggjuefni þó háskólarnir kenni hluta af sínu prógrammi á ensku og það væri ekkert áhyggjuefni þó allir Íslendingar hefðu ensku að móðurmáli.

En það er áhyggjuefni ef við ætlum að hafa íslensku sem okkur móðurmál mikið lengur. Þetta tungumál eru mestu átthagafjötrar Íslendinga fyrr og síðar. Okkur finnst í dag að við eigum að hafa stóran og alþjóðlegan gjaldmiðil eins og Evruna og margir vilja selja sig á vald ríkjasambandi eins og ESB. Við viljum vera heimsborgarar og taka þátt í alþjóðasamstarfi. En á sama tíma finnst öllum sjálfsagt að viðhalda þeim molbúahætti að tala íslensku, tungumál sem enginn skilur nema nokkrar hræður á skerinu hérna sem heitir Ísland.

Þetta tungumál er fallegt og við erum búin að nota það lengi. Það er samt staðnað og heilmiklu fé og fyrirhöfn varið í að halda því úti. Eini afraksturinn af þessu streði er að Íslendingar eru í dag miklu meira einangraðir frá umheiminum vegna tungumálsins en legu landsins. Nú geta allir ferðast til margra landa á nokkrum klukkutímum, en það getur enginn lært tungumál þessara landa sem við heimsækjum á nokkrum klukkutímum.
Við landnám var íslenskan svo lík öðrum tungumálum í norður Evrópu að hún var vel skiljanleg í allri skandinavíu og á Englandi og víðar. Nú hefur margra alda hreintungustefna og einangrun landsins gert íslenskuna að óskiljanlegu tungumáli. Þróun málsins hefur dregist svo afturúr að enginn skilur okkur lengur.

Við búum við okkar fátæklegu fjölmiðlaflóru og lútum áróðursmeisturum fjölmiðlanna því við erum að mestu ólæs á erlenda fjölmiðla. Við erum afgirt í viðjum tungumálsins eins og rollur í rétt á haustin. Og erum svo teymd áfram eins og ginningarfífl af skoðanamyndun sem þóknast fjölmiðlum landsins. Skoðanir erlendra fjölmiðla á Íslandi og Íslendingum komast lítt í umræðuna hér því umfjöllun um þær er á öðrum tungumálum sem við skilum ósköp lítið í. Við höfum lengi komist upp með að búa til skakka sjálfsmynd af okkur Íslendingum, því hún hefur verið búin til á íslensku og ekki sett inn í þessa sjálfsmynd á sanngjarnan hátt hvað öðrum finnst um okkur. Vegna þess að við skiljum lítt hvað öðrum finnst, aðrir en Íslendingar tala ekki íslensku.

Nú eru umbrotatímar hjá okkur varðandi tungumálið. Íslendingar ef erlendu þjóðerni eru um 10% af íbúum landsins og flestir þeirra tala litla og lélega íslensku. Það eru líka mikil áhrif af enskri tungu í sjónvarpi og á netinu og sjálf verðum við að viðurkenna að oft verðum við að nota ensku til að gera það sem gera þarf, sbr. t.d. þessa frétt um enskunotkun í háskólum landsins.
Við ætlum að gera landið að miklu ferðamannalandi og hefur raunar tekist það ágætlega á undanförnum árum. Svo vel að u.þ.b. hálf milljón manna heimsækir okkur og fjölgar hratt á hverju ári. Þessi gestir tala enga íslensku.

Það er nokkuð fyrirsjáanlegt að ef við gerum ekki það sem rétt er, að leggja íslenskun til hliðar og taka ensku upp sem fyrsta tungumál í landinu, þá gerist eftirfarandi.

1. Þjóðin skiptist í íslenskumælandi og útlenskumælandi hópa þar sem útlenskumælandi hóparnir verða á nokkrum áratugum fjölmennari en íslenskumælandi hópurinn.
2. Íslenskan mun valda þjóðfélaginu miklum og vaxandi kostnaði sem hæglega mætti komast hjá með því að taka upp annað tungumál.
3. Íslenskan mun kosta þjóðfélagið meira í töpuðum tækifærum og vannýttum hæfileikum Íslendinga hjá hverri kynslóð en sem nemur öllum kostnaði af núverandi efnahagshruni.
4. Íslenskan mun hefta okkur sýn og skilningi, bæði á okkur sjálfum og öðrum.

Það eina rétta í stöðunni er að taka upp skynsamlega stefnu um það hvernig við skiptum íslenskunni út fyrir ensku á næstu 20-30 árum.


mbl.is Óttast um íslenska tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona innilega að þú sért að grínast því þó það sé rétt að dýrt sé að halda úti íslenskunni, þýðingar og svoleiðis eru áhrif hennar ekki metin til fjár. Ef íslenska væri ekki töluð hérna gætum við ekki lesið bókmenntaverkin okkar sem voru skrifuð fyrr á öldum.

Svo talar þú um að enginn tali íslensku nema við en ég vil samt benda þér á að fjölmargir háskólar út um allan heim kenna íslensku!

Það skiptir þá ferðamenn sem koma til Íslands litlu máli hvort við tölum íslensku að móðurmáli eður ei, ég tel að flestir Íslendingar sem vinna í ferðaþjónustu geti tjáð sig á ensku eða e-u öðru tungumáli.

Mikil áhersla er lögð á erlend tungumál og íslenskir nemendur (fram að háskóla) þurfa að læra íslensku, ensku, dönsku og eitt valtungumál til viðbótar.

 Þú skrifar: "Íslenskan mun hefta okkur sýn og skilningi, bæði á okkur sjálfum og öðrum." - Þetta er e-r mesta vitleysa sem ég hef lesið því einmitt íslenskan veitir okkur sýn og skilning á okkur, öðrum og menningu Íslendingar.

Íslendingar geta verið stoltir af íslenskunni og ég vona innilega að þú hafir verið að grínast með þessari bloggfærslu þinni.

Steinar (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 00:20

2 identicon

Totally agree!

Berbatov (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband