Hýenur ekki lengur bara í lægsta laginu.
20.10.2010 | 00:08
Þetta er vissulega mikið rétt sem Ögmundur segir um gjaldþrotafrumarpið, það léttir nokkuð lífið fyrir þá sem verða gjaldþrota og kemur þeim undan því að vera hundeltir út yfir gröf og dauða.
En nú eru sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu og hýenur eru alls staðar á veiðum, í öllu fjármálakerfinu. Þess vegna mun þetta frumvarp opna skuldurum flóttaleið, sem er vissulega kærkomin núna, þó skynsamlegra væri að opna gáfulegri leiðir fyrir skuldara.
Geri ríkisstjórnin ekki fleira fyrir skuldara en þetta, þá munu þeir senn verða í biðröð við héraðsdómstóla að óska gjaldþrotaskipta, enda erum við skuldarar allir gjaldþrota í raun og eigum skv. því að lýsa okkur gjaldþrota. En það hafa menn auðvitað forðast hingað til því það hefur frekar aukið á vandann en að minnka hann. En með þessu nýja frumvarpi breytist það, gjaldþrot mun í flestum tilvikum fyrna skuldir manna á tveim árum. Eftir þann tíma verða menn frjálsir menn aftur.
Ég bloggaði reyndar um þetta í síðustu færslu líka, útskýri þar af hverju gjaldþrotaleiðin er skásta lausnins fyrir skuldara núna. Hvet menn til að lesa þá færslu líka ef þeir hafa áhuga á þessu efni.
Minni svo á vefinn austurvollur.is vegna stjórnlagaþings.
Frumvarpið mannréttindabót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skuldarar munu verða í betri samningsaðstöðu eftir þetta frumvarp.
Sigurður Sigurðsson, 20.10.2010 kl. 00:29
Þeir einstaklingar sem horfa í dag framan í gjaldþrotið þeir horfa framan í ævilangt skuldafangelsi. Manndráp fyrnist á 16 árum. Gjaldþrot aldrei.
Íslendingar búa við svívirðilegustu gjaldþrotalög í hinum vestræna heimi. Gjaldþrot fyrnast á innan við einu ári í BNA og Kanada og á 5 árum í Danmörku.
Á sama tíma og hér á sér stað eitt umfangsmesta hrun sem orðið hefur í nokkru landi í Evrópu þá búum við hér við ströngustu gjaldþrotalög í Evrópu.
Þetta getur ekki gengið upp. Núverandi gjaldþrotalög eru á reka þúsundir Íslendinga til útlanda.
Það er rétt sem Ögmundur segir, þessi lög gætu orðið mikil réttarbót og komið í veg fyrir mikinn landflótta virki þau eins og til er ætlast.
Nonni (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.