Má útigangsmaður ekki vera með hníf?

Skv. greininni vildi maðurinn sitja áfram á bekknum sem borgarstarfsmenn vildu taka. Hann var með hníf en ekki ógnandi. Borgin sigaði löggunni á manninn. Ætli tilfellið sé ekki að þetta sé hnífur sem hann notar þegar hann borðar. Kannski sker maðurinn niður mat með hnífnum rétt eins og við hinir gerum við eldhúsborðið. Ég sé ekki að það þurfi að gera stórmál úr því að útigangsmaður noti hníf. Þó maðurinn eigi ekki fast heimili og líf hans sé talið ómerkilegt af mörgum þá má hann hafa sinn hníf mín vegna. Hann má hafa sinn rétt til að eiga hníf og matast með honum eins og aðrir. Nema auðvitað að hnífurinn sé gerður upptækur sem framlag þessa manns til ríkissjóðs sem skattgreiðsla. Þá gæti ég skilið að menn vilji ná hnífnum. Það verða allir að taka þátt í því með Steingrími að rétta af ríkisskuldirnar, líka útigangsmenn.
mbl.is Handtekinn með hníf á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það kemur nú hvergi fram í greininni að hnífurinn hafi verið fjarlægður af honum, aðeins að hann hafi verið fjarlægður af bekknum sem átti að taka.

Daníel Már (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:44

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll. Nei það er ekki talað um að hnífurinn hafi verið tekinn af honum. En samt sérstaklega fjallað um þennan hníf eins og það sé eitthvað spes að maðurinn eigi hníf. Það var t.d. ekkert minnst á að hann hefði verið í skóm og fötum eða með húfu.

Jón Pétur Líndal, 5.10.2010 kl. 21:12

3 identicon

5 á móti 1

hvar er obeldið

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 21:35

4 identicon

Vopnalög. 30. gr. Vopnaburður á almannafæri er bannaður. Heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar eða í öðrum tilvikum þegar engin hætta er því samfara.  Bannað er að flytja til landsins, framleiða, eignast eða hafa í vörslum sínum: a. bitvopn ef blaðið er lengra en 12 sm, enda sé það ekki ætlað til notkunar við heimilishald eða atvinnu...

Og svo átti maðurinn að hafa verið ógnandi og ofurölvi...og eitthvað fl.  Spurning hvort rökstuttur grunur sé ekki örugglega kominn

Kristinn Elvar (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 05:31

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Vopnalögin eru ónákvæm og lítt skilgreint hvað teljist vopn og hvað ekki, enda hægt að nota flesta hluti sem vopn. Hafa ekki ríkisstjórnir lagt upp laupana undan byltingu sem var vopnuð pottum og pönnum? Er það ekki eðlilegt og sjálfsagt að útigangsmaður sé með hníf sinn þar sem hann á heima, á götunni?

Annars hefur ekkert verið gefið upp um hvers konar hnífur þetta er sem hann var með eftir því sem ég hef séð. Og sérstaklega var tekið fram í greininni að hann hefði EKKI verið mjög ógnandi, bara neitað að færa sig.

Jón Pétur Líndal, 6.10.2010 kl. 18:25

6 Smámynd: Eygló

Númer eitt, tvö og uppí þrjátíuogsjö, hvernig var hnífurinn?  Lítill sjálfskeiðungur sem gæti ekki skaðað snjótittling; notaður til að matast t.d.

Eða löng brussa sem gæti breyst í drápstól, allt eftir skapferli eigandans.

Eygló, 11.10.2010 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband