Hvernig gæti það staðist að fyrri eigendur yrðu að koma aftur að rekstrinum eftir fyrri árangur??
5.10.2010 | 20:09
Það er útilokað að erlendir aðilar krefjist þess að fyrri eigendur komi aftur að rekstri fyrirtækja sem hafa farið á hausinn undir þeirra stjórn. Það er svo órökrétt og heimskulegt að skynsamir fjárfestar fari fram á slíkt að það er bókstaflega útilokað.
Það eina sem gæti orðið til að slík beiðni kæmi fram er að Íslenskir athafnamenn sem nota þýfi úr hruninu til að koma undir sig fótunum aftur með dulbúnu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum fari fram á þetta í gegn um einhverja leppa sem eru að vinna fyrir þá. Það er þá gert til að búa til einhverja eftirspurnabólu eftir heimsfrægum fjárglæframönnum út af ímyndaðri orðsporsáhættu.
En það er algjörlega útilokað að alvöru athafnamenn og fjárfestar myndu koma fram með svo fáránlega hugmynd.
Vita ekkert um meintan stuðning við fyrrum eiganda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki bara staðfesting á því að erlendir aðilar viðurkenni það að ástæða þess að fyrirtæki séu í umvörpum að fara á hausinn er ekki sú að stjórnendur eða eigendur séu lélegir. Frekar sú að ytri aðstæður séu með versta móti. Tvöföldun skulda vegna hruns sem enginn sá fyrir, lélegt bankakerfi, engin eftirspurn. Þannig treysta þeir greinilega best fyrri eigendum að reka þetta eins vel og hægt er miðað við ástand.
Freddi (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:40
Jú, fyrirtæki eru umvörpum að fara á hausinn. En ekki öll samt. það er til fullt af vel reknum fyrirtækjum sem geta spjarað sig áfram. Venjulega fyrirtæki sem eru að framleiða alvöru verðmæti og eru í viðskiptum með alvöru verðmæti. Fyrirtækin sem eru á hausnum hafa mörg verið á kafi í braski og bruðli, veðjað á að græða á óþarfa lántökum og verðhækkunum á hlutfé. Af hverju er ekki leitað til stjórnenda þeirra vel reknu með að taka að sér reksturinn á hinum fyrirtækjunum? Það væri eðlilegra.
Jón Pétur Líndal, 5.10.2010 kl. 21:18
mætti ekki heimfæra þessi rök þín Jón Pétur á almenning og heimilin í landinu? hinn almenni launamaður sér fram á að missa heimili sitt vegna mikilla skulda. gilda ekki sömu rök þarna og um fyrirtækin sem þú skammast yfir?
eitt á yfir alla að ganga. 25% af öllum skuldum.
Fannar frá Rifi, 5.10.2010 kl. 21:48
Sæll Fannar. Ef forsendurnar eru þær sömu og hjá þeim fyrirtækjum sem ég er að skammast yfir þá á það sama um almenning að gilda. En ég sé ekki samsvörun í þeim almenningi sem er að missa heimilin vegna skulda sem hafa verið skrúfaðar upp í gengisbreytingum og vísitöluhækkunum annars vegar og þeim fyrirtækjum sem voru búin til eða blásin út í kring um loftbólur og brask hins vegar. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.
Jón Pétur Líndal, 5.10.2010 kl. 23:07
Mafían þikist ekki vita neitt!
Sigurður Haraldsson, 6.10.2010 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.