Þá er búið að afskrifa frjáls viðskipti, stöðugleika og myntbandalög, allt á einu bretti.

Þetta er stórmerkileg frétt. Ef framundan er útflutningkapphlaup þróaðra ríkja með því að fella gjaldmiðla sína þá er það um leið viðurkenning á að þær aðferðir sem vinsælastar hafa verið hingað til, eru ekki að skila nægilegum árangri. Þar er ég að tala um myntbandalög og tengingu lítilla mynta við stórar, ég er að tala um frjáls heimsviðskipti og stöðugleika hagkerfa.

Ef framunand er þetta kapphlaup um gengisfellingar þá er það ávísun á nýja aðferð til að efla efnahag landanna, verðbólga heitir hún. Og þá er það spurning hvort samhliða þessu verðbólgukapphlaupi verður farið í innleiðingu verðtrygginga að íslenskri fyrirmynd. Þá er nú stutt í stórt hrun, verði sú leið farin.

En hvað sem gert verður og framundan er þá sýnir það að þessi hugmynd sé uppi, hvað erfiðleikarnir í hagkerfum heimsins eru miklir.

Ég tel reyndar að erfiðleikarnir stafi fyrst og fremst af því að fáum aðilum er leyft að soga allt of mikið af fjármunum út úr hagkerfunum. Skattpíning og háir vextir er það sem er að drepa hagkerfin. Fyrr en tekist verður á við þessa hluti lagast ekki neitt, hvorki á Íslandi né annars staðar. Að reyna að fara íslensku verðbólguleiðina er alveg dauðadæmt, þó það sé líka viðurkenning á því að myntbandalögin eru dauðadæmd. Málið er bara að hagkerfi sem "leka" peningum í formi ofsköttunar og vaxtaokurs geta aldrei rekið sig lengi, sama hvaða mynt er notuð í hagkerfinu.


mbl.is Gjaldeyrisstríð í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er fyrir löngu búið að "sigra" í þessari keppni.

Annað sem er athyglisvert, er að sterkar myntir eins og Evran eiga ekki séns í þessum leik og þau ríki sem búa við fastgengi eru í tapliðinu.

Fáfnir Hjaltason (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband