Götubörnin í Reykjavík.
5.10.2010 | 02:36
Hvað eru mörg götubörn í Reykjavík? Börn sem sofa úti á nóttunni, betla og stela á daginn, éta úr ruslatunnum. Eiga hvergi höfði sínu að halla. Jafnvel kornabörn barna sem eru í þessari stöðu.
Ég held að þetta sé sem betur fer enn fátítt eða óþekkt í Reykjavík. En í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu eru þúsundir barna sem lifa við þessar aðstæður. Og hvernig skyldi standa á því? Það er ekki fullljóst, en tengist þó efnahagslegu hruni Argentínu 2001 og aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins við landið í kjölfar hrunsins. Sú aðstoð var ekki fjölskylduvæn þar frekar en hún er nú hér í þessu litla landi norrænu velferðarstjórnarinnar.
En er þetta það sem koma skal í Reykjavík. Hvernig verður staðan hér eftir 4-5 ár? Verður fjöldi barna á götunni? Það er mjög líklegt, nú er byrjað að bera foreldrana út af heimilunum. Við skulum ekkert vera að fegra myndina umfram það sem raunhæft er að búast við. Samanburður við Argentínu er sláandi. Þar varð það hlutskipti hálfrar þjóðarinnar að verða fátæklingar eftir efnhagshrunið. Þar miðuðu aðgerðir AGS og stjórnvalda að því að bjarga bönkum, ekki fólki. Þar enda börnin nú á götunni í stórum stíl. En það gerðist ekki fyrr en foreldrarnir höfðu klárað spariféð og aðrar eignir. Nú er allt slíkt búið, nú flykkjast börnin á göturnar. Nú geta foreldrarnir ekki meira. Þeir eiga enga peninga, engar eignir, hafa enga vinnu, hafa engin ráð. Börnin verða að bjarga sér sjálf.
Þetta er það sem getur gerst hér, þetta er raunar það sem líklegt er að gerist hér. Það er stutt í að þetta gerist hér ef áfram verður haldið á sömu braut hjá stjórnvöldum. Þetta gerist ef við höldum áfram Argentínsku leiðina. Stórfelldur niðurskurður á barnabótum, vaxtabótum, menntun, heilbrigðisþjónustu, samfara alls konar skattahækkunum á tímum met atvinnuleysis, getur ekkert annað en gert fólki enn erfiðara fyrir. Að lokum munu margir ekki geta haldið saman heimilum sínum, þau leysast upp og börnin enda á götunni því ríkið hefur enga peninga til að reka munaðarleysingjahæli fyrir götubörnin í Reykjavík.
Ætla stjórnvöld á Íslandi að láta þetta gerast hér? Er þetta hin norræna velferð Steingríms og Jóhönnu? Ég óttast það.
Það má kynna sér málið betur með því að Googla t.d. "street children" argentina.
Og hér eru dæmisögur af netinu:
Thousands of kids struggle on the streets of Buenos Aires
A slim, red burn crosses the left side of Víctor's face from cheekbone to forehead. His eyelid is burnt. His lower eyelashes are gone, charred to the rim of his eye. Only 3 ½ months old, Víctor faces a tough life. ''He got burnt with a pipe,'' says his 16-year-old mother, Marta, referring matter of factly to the pipe she uses to smoke paco, a cheap, highly toxic byproduct of cocaine refining.
With her baby in tow, Marta lives on the streets, begging and stealing, seeking shelter in dark porches or under trees. They rarely spend two nights in the same place. Many times they don't even spend them together. They eat what she can get, when she can get it. Marta and Víctor embody the plight of the most vulnerable of Argentines, the street children of Buenos Aires, a city struggling to come to grips with in-your-face misery since the 2001 economic meltdown led the country to the largest debt default in history and plunged more than half of all Argentines into poverty.
When Eduardo was six years old, he couldnt tell you that. He didnt know what you to do with a fork or spoon. Hed never eaten at a table. Hed never eaten a cooked meal. Eduardo had a swollen, infected sore on his foot, but refused to remove his shoe. When anyone approached him, he threw his hands up over his head as if he was expecting a beating.
Locked up at home by a violent father and non-responsive mother, Eduardos life was on a downward spiral from the moment of his birth. Sooner or later, social services would find him, and place him in one of the citys reform institutions. Then, if things took their predictable course, Eduardo would break out of there and join the other ragamuffins on the streets of Buenos Aires. If he could learn the art of petty theft without getting caught, Eduardo might even count himself lucky. Eduardo was on his way to becoming another one among the thousands in Argentinas tragic statistics.
Ofvaxið getu stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.