Nýtt hitamet á þingi - er frostaveturinn mikli í pólitík framundan?

Það verður fróðlegt að fylgjast með störfum þingsins í vetur þegar hita- og kuldamet hafa verið slegin í íslenskum stjórnmálum með landsdómsuppátæki VG og Samfylkingar.

Þetta virkar sem pólitísk kjarnorkusprengja og nú virðast margir hyggja á áframhaldandi pólitískt kjarnorkustríð á Alþingi í vetur. Það er gott að Íslendingar hafa ekki yfir að ráða alvöru kjarnorkuvopnum, stjórnmálamönnum okkar er ekki treystandi til að hafa hemil á sér varðandi notkun þeirra á hvorn annan.

En það vonda við þessa stöðu er auðvitað ekki þetta pólitíska stríð í sjálfu sér, heldur það að á meðan það stendur yfir er þingið ónýtt, gagnslaust fyrir landið og þjóðina.

Þess vegna er nú svo komið að ef forystumenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar bera hag Íslands og almennings fyrir brjósti, þó ekki sé nema pínulítið, þá þurfa þessir forystumenn að koma sér saman um að boða til kosninga strax og stokka almennilega upp í eigin liði. Það hefur engan tilgang að láta kjósa aftur og aftur um sama fólkið og sömu flokkana. Gömlu flokkarnir þurfa að bjóða upp á nýtt fólk. Það þarf að liðka fyrir nýjum framboðum, það ætti að vera auðvelt að gera það á kostnað þeirra gömlu sem hafa margsannað að vera ekki traustins verð, og það þarf að koma á miklu sterkari tengingu almennings við þingstörfin. Það þarf að þróa stjórnmálin í átt að beinu lýðræði svo þingmenn neyðist til að taka mark á sjálfum sér. Það er óþolandi að fyrir hverjar kosningar komist menn upp með endalaust lygabull sem enginn þarf að standa við á milli kosninga vegna þess að almenningi er meinað að veita þinginu daglegt aðhald.

Alþingi virkar bara eins og bankarnir, við kosningar gera kjósendur samning um breytileg kjör á sínum málum og eiga allt sitt undir þessum samningi, svo fá stjórnmálamennirnir og ráðherrar að valsa um með þennan samning og breyta honum að eigin geðþótta í 4 ár, þá er endurskoðunarákvæði um að kjósendur geti haft áhrif á samninginn í kosningum. En þar er bara boðið upp á breytileg kjör og sömu afarkostirnir halda áfram. Svona er þetta endurtekið endalaust og kallað lýðræði, að vera ofurseldur stjórnmálmönnum sem hafa í raun ekkert aðhald.

Þetta er alveg eins og lánasamningur á breytilegum vöxtum. Þú skrifar undir og svo fer bankinn með þig eins og honum sýnist, hann hefur verðtryggingu og breytilega vexti og veð til tryggingar. Lánin eru svo bara hækkuð eins og bankinn telur sig þurfa og þú færð engu um það ráðið, annað hvort ráða menn við þessi afarkjör eða ekki. Þetta er alveg hliðstætt við stjórnmálin.


mbl.is Ískalt viðmót á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru eðlileg viðbrögð. Framkoma þessa "PAKKS " vil ég segja er með ólíkindum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 07:52

2 identicon

Já, vissulega eru þetta eðlileg viðbrögð .... EF ÞETTA DRASL VÆRI Í FOKKING GAGNFRÆÐASKÓLA!!

Ef þessi sjálfstæðisapar ætla að vera grenjandi og í fýlu þætti mér vænt um að þeir gerðu það á sínum eigin tíma, ekki á launum frá mér.

Vignir (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 08:08

3 identicon

Sjálfstæðismenn eru bara hræddir. Það er málið.

Ástæðan: Ef Landsdómur ákveður að halda áfram með málið þá þarf að rannsaka og þá kemur ýmislegt upp á yfirborðið.

skussinn (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 08:31

4 Smámynd: Smári Kr.

Á sjónum er það svo  að ef skipi er silgt strand þá ber aðeins skipstjórinn ábyrgð.Er forsætisráðherra ekki skipstjórinn þjóðarskútunni og þar af leiðandi á hann að axla ábyrgð.Þingmenn eiga að kjósa eftir eiginn sannfæringu en ekki flokkslínum það hafa þingmenn Samfylkingar gert ofugt við þingmenn Sjálfstæðisflokks.Hvað varðar eineltið sem Sjálftökuflokkurinn hefur boðað er það bara í anda flokkslínunar hjá þeim,allt ákveðið í bak herbeggjum.Einelti er bannað samkvæmt landslögum að ég held svo ef þeir fara þá leiðina er hrunaflokkurinn loksins að sýna siit rétta eðli.Ef við vinnum ekki með góðu þá notum við öll þau óvönduðu meðul sem við þekkjum ( komum ekki að tómum kofan þar).

Smári Kr., 30.9.2010 kl. 10:11

5 identicon

Akkurat Jón Pétur, maður að mínu skapi. Að ég get best séð á þínum skrifum, réttvís og með heilbrigða skynsemi.

Það er staðreind að Sjálfstæðismenn var hrunflokkur, en þeir voru fleirri og Geir getur ekki verið skipstjóri þegar hann heldur ekki einn í stýrið í brúnni. Það er ekki hægt nema með meirihluta á þingi eða hvað. Hinir studdu Sjálfstæðisflokkinn í þessari helja för sem lagði landið í rúst.

Einelti gerist i leikskólum lansins og fylgir þessu liði á þing en það er ekker minna einelti að nota þessa takttík að fá Geir einan felldan. Það litið út óneitanlega að þetta hafi verið samráð en það þarf ekki að vera það samt sem áður.

Þegar endurskoðendur skrifa undir aðrar eins fjarstæður er ekkert skrítið að allt og allir falli í gildru. Og svo ætlar VG og nokkrir SF menn eyða peningum sem væru betur varið i sjúkrahus , leikskola eða aðra opinbera starfsemi.

Er ekki nógu mikið farið í súgin í öllu þessu þrasi um tvíræð réttarhöld. Lögfróðir menn eru óvissir og með líka margar skoðanir sem þeir eru margir.

Allir fjórflokkarnir eru meðsekir og ættu heldur að leiðrétta og setja ný lög sem koma í veg fyrir svona svindl gangi endalaust upp. Stefja græðgisvæðinguna og flytja hana nær heilbryggðri skynsemi.

Setja lög sem gætir eingra tvímæla og henda út þessum lagaprófessorum sem eru að skrifa lög sem fáir skilja.

Stundum dettur manni í hug að þeir gera í mörgum tilfellum flókin og erfið lög til að gera réttarkerfið flóknara og þar með verður það dýrara sem sagt tekur leyngri tíma = x verð lögfræðitíma. Veit ei hvað þeir taka á tímann og langar ekki að vita það. Og jafnvel til að hafa hol sem þeir geta notað í eigin þáu þegar þörf krefur fyrir skjólstæðinga sína til að flækja mál og ruggla anstæðinginn.

Áfram Ísland…Einga fílupokastæla. Reynum heldur að ná í eins mikið og hægt er af stolnu fé..!!!! ..Með lögum skal land ”byggja” en ekki  ”leggja í rúst” eins og verið hefur.

Ingólf (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband