Virðast fremur góðar fréttir.
30.9.2010 | 06:41
Það er jákvætt að einhver stofnun í Bretlandi virðist vera að rannsaka starfsemi Kaupþings út frá því sjónarhorni að þar hafi verið stunduð glæpastarfsemi. Slík rannsókn styður það sem virðist augljóst utan frá séð og gefur væntingar um að tekið verði á þeim sem virðast hafa notað þann banka sem prívatsparibauk fyrir sig og nokkra vini og kunningja.
Jafnframt er ennþá von um að eitthvað af þýfinu náist til baka úr því þessi rannsókn er í gangi. En það varpar auðvitað skugga á málið að önnur Bresk stofnun, fjármálaeftirlit landsins, skuli vera að þvælast fyrir í rannsókninni til að fela eigið getuleysi.
En vonandi kemur eitthvað út úr þessu fljótlega. Best væri að Bretarnir, SFO, yrðu langt á undan sérstökum saksóknara okkar Íslendinga í að upplýsa málin í Bretlandi, þá er von til að menn fái sína dóma í Bretlandi og fari að afplána þá sem fyrst þar. Þá gefst betri tími til að byggja nýtt fangelsi hér ef einhver peningur er þá enn eftir til að nota í þá framkvæmd. Hér er efnahagsástandið svo slæmt að það verður varla hægt að láta bankahrunsmenn taka út refsingar hér sökum plássleysis og peningaleysis eftir hrunið sem þeir ollu, svo hláleg er okkar staða nú.
Deilt um Kaupþing í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"...önnur Bresk stofnun, fjármálaeftirlit landsins, skuli vera að þvælast fyrir í rannsókninni til að fela eigið getuleysi."
Vandamál vegna steingelds fjármálaeftirlits eru semsagt ekki einangruð við Ísland. Hvað ætli borgunarsinnar hafi um það að segja? ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2010 kl. 16:13
Skrítin samvinna við íslendinga að yfirheyra ekki Sigurð fyrir okkur ???
Enn skrítnara er að nafnið Rowland ber hvergi á góma en þú þarft ekki mkið að lesa á netinu til að sjá að Rowland er hérumbil sama og Kaupþing. Hver keypti brunarústirnar í Lux ?
Curiouser and Curiouser sagði kötturinn
Ég hef sagt það áður og segi það aftur, það má slá ICESAVE af með smá PR í Bretlandi. Pólítískur skandall þaggaður niður á kostnað íslendinga.
Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.