Hvað ef Geir verður sýknaður fyrir Landsdómi?
28.9.2010 | 18:50
Hver ber pólitíska ábyrgð ef Geir verður sýknaður fyrir Landsdómi? Þá er það ekki ríkisstjórn hans, því augljóslega má líta á sýknu Geirs sem sýknu ríkisstjórnarinnar.
Er þá enginn sem ber pólitíska ábyrgð á hruninu? Eða er það Alþingi sjálft? Hvað ætla alþingismenn að gera ef þeim tekst ekki að fá Geir dæmdan sekan? Það verður skondin staða sem þá kemur upp. Það er ekki öðrum til að dreyfa til að axla pólitíska ábyrgð en ríkisstjórninni eða þingmönnunum. Það verður fróðlegt að sjá hvort mönnum tekst að knýja fram dóm yfir Geir. Ef það tekst ekki held ég að alþingi mega taka vel til í eigin sölum og henda út því landráðaliði sem þar kann að leynast. Með samþykkt Alþingis í dag er jú verið að segja að pólitísk mistök af landráðastyrk hafi verið gerð í aðdraganda hrunsins og að þau verði að axla.
Það var því tekin mikil áhætta á Alþingi í dag. Eins gott að aðrir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð verði það niðurstaða Landsdóms að Geir eigi ekki að bera hana.
Ég spyr af því ég veit ekki mikið um málið:
Var það bara Geir sem einkavæddi bankana?
Var það bara Geir sem studdi útrásina?
Var það bara Geir sem þáði fjárstyrki frá bönkum og útrásarfélögum?
O.s.frv.
Þungbær og erfið niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Furðulegt hvað téðir útrásarvíkingar hafa gleymst.
Fannar (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.