62 englar og 1 djöfsi á þingi fyrir hrun?
28.9.2010 | 18:18
Skv. niðurstöðu Alþingismanna í dag virðast hafa verið 62 sakleysingjar, nánast englar, á Alþingi síðustu árin fyrir hrun, en líka einn djöfull. Því miður var djöfullinn forsætisráðherra og því hrundi Ísland. Englarnir gátu í sakleysi sínu ekkert tjónkað við djöfsa sem varð þess valdandi að landið var rænt og ruplað, bankarnir tæmdir og ríkið sett á hausinn.
Samt var það ekki djöfsi sjálfur sem rændi banka og setti ríkið á hausinn. Nei, hann bara passaði ekki að þetta gerðist ekki. Á meðan hann átti að passa upp á að allt væri í lagi, sátu englarnir að drykkju með vinum sínum, útrásartrúboðunum og kúlulánalærisveinum alsaklausir, sömdu með þeim lög og skemmtu sér á meðan landið hrundi í einum mestu efnahagshamförum þjóðar á friðartímum sem um getur í sögunni.
En af því að samviska englanna er góð og réttlætiskenndin sterk skal nú ná fram réttlæti og koma djöfsa bak við lás og slá fyrir að passa ekki betur upp á englana sína á Alþingi. Svo mikilvægt er það að meira að segja Össur var glaðvakandi á Alþingi í dag.
Mál höfðað gegn Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er það sem þú tekur úr þessari frétt? En ég gleðst bara yfir því að allavega einhver er dreginn til ábyrgðar, Sjálfstæðismenn telja prinsipp merkilegra en siðferði, og benda á það að þeir segja nei við öllu. Er það skárra en afstaða sumra Samfylkingarmanna. Ónei..
Magnús (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 18:50
Sæll Magnús og takk fyrir athugasemdina. Ég hef þá skoðun að það eigi að draga fyrir dóm glæpamennina sem stálu peningunum úr bönkunum. Af hverju er ekkert hróflað við þeim ennþá? Ef það kemur í ljós við réttarhöld yfir þeim að ráðherrar hafi hjálpað þeim með óeðlilegum hætti til að stunda rányrkju sína í landinu og utan þess þá á auðvitað að draga þá ráðherra fyrir dóm út af því. Kannski er þetta ástæðan fyrir því að ekkert er hróflað við þessum mönnum ennþá? En það er tilgangslaust að eyða tíma og peningum í réttarhöld um það hvort Geir Haarde hafi látið plata sig á meðan hann var forsætisráðherra.
Jón Pétur Líndal, 28.9.2010 kl. 18:57
Akkurat Jón Pétur. Það gengur bara ekki upp að eyða öllum þessum peningum i svona bull, Geir verður dreginn fyrir dóm það er eitt sem vist er eftir það sem kom fram á leikskólanum(ALÞINGI) í dag, en han verður alldrei dæmdur sekur. Það er svo mikið sem vantar til að hann hafi verið viðriðinn einhvert glæpsamlegt athæfi. Þetta er skrípaleikur aldarinnar og almenningur þarf að standa fyrir brúsanum í vonlausu máli, ef... ég meina stórt EF,,,, han skyldi verða dæmdur eftir ára langt málatóf þá fer þetta síðan fyrir manréttindardómstólinn, svo þetta er prosess uppá 7-10 ár. Sem sagt pólitískur loddaraskapur. Þetta er eingöngu samþykkt til að halda saman littlu Gunnu og litla Jón= Hönnu og Steina. Ég er ekki Geirs maður en hann á þetta ekki skilið að axla ábyrð á allri græðgisvæðingunni. Vonandi hefur hann nógu breitt bak fyrir allan þennan skrýpaleik.
Ingolf (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:54
Akkurat Jón Pétur, maður að mínu skapi. Að ég get best séð á þínum skrifum réttvís og með heilbrigða skynsemi.
Ingólf (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.