Af hverju voru eggin köld?
12.9.2010 | 10:28
Var það vegna þess að brjálæðingurinn lét bíða eftir sér í morgunmatinn, eða var konan ekki tilbúin með eitthvað annað þannig að eggin kólnuðu á meðan hún kláraði að taka til morgunmatinn?
Þetta skiptir auðvitað engu máli. En það sem skiptir máli er hálfvitagangurinn í Bandaríkjamönnum að hafa svo frjálslega byssulöggjöf að menn sem hafa ekki einu sinni stjórn á sér út af morgunmatnum geta átt byssur og skotið fólk í hópum í æðisköstum út af engu. Samt má engu breyta um þetta hjá þeim. Allir verða að fá að eiga byssur, annars eru Bandaríkjamenn ekki frjálsir. Það má ekki skerða frelsið um eina byssu til eða frá, allir verða að hafa frelsi til að eiga byssur, sama hvað þeir eru klikkaðir.
Sumt læra Bandaríkjamenn aldrei. T.d. það að almenn byssueign veldur miklu tjóni en gerir lítið gagn. Skv. rannsóknum er talið að um 75.000 manns særist árlega af völdum byssuskota, um 10.000 manns eru drepnir með byssum og um 17.000 sjálfsmorð þar sem menn nota byssur. Alls eru þetta því liðlega 100.000 manns á ári sem líða fyrir frjálslega byssulöggjöf Bandaríkjanna. M.v. hina frægu höfðatölureglu svarar þetta til um 100 manns á Íslandi árlega. Það þætti all nokkuð!
Brjálaðist við morgunverðarborðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er gáfulegasta moggablogg sem ég hef rekist á í nokkur ár! Mér líður bara hálf skringilega, bjóst svo sannarlega ekki við þessu :)
halkatla, 12.9.2010 kl. 10:42
Þær +100 milljónir manna sem voru drepnar af sínum eigin stjórnvöldum á 20. öldinni væru örugglega ósammála ykkur ef þau gætu, sem er n.b. ástæðan fyrir því að byssueign eru talin sjálfsögð mannréttindi í BNA (og Sviss ef út í það er farið).
En engar áhyggjur, stjórnvöld þar í landi hafa unnið baki brotnu allt frá miðri 19. öld til að draga úr þeim réttindum sem að stjórnarskráin tryggir almenningi, og afnema allar þær hömlur sem að hún setur á gagnvart stjórnvöldum.
Eða eins og George W. Bush orðaði það "it's[stjórnarskráin] just a piece of paper!"
Maynard (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 15:13
Sælir og takk fyrir athugasemdirnar.
Auðvitað væru þessar 100+ milljónir ekki sammála. En ég hef hins vegar aldrei heyrt um stjórnvöld sem fara í stríð við eigin landsmenn án þess að eiga stærri og fleiri byssur en almenningur, auk skriðdreka, flugskeyta orrustuflugvéla, þyrlna, herskita o.s.frv., þannig að í því samhengi skiptir þetta engu máli.
Jón Pétur Líndal, 12.9.2010 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.